Heimagangurinn heimtist í eftirleit

Margar sögur eru til um ævintýri í eftirleit. Hér eru tvær: Nokkrir menn fóru í eftirleit á Auðkúluheiði. Eitthvað hafði fréttst um kindur í afréttinni. Menn bjuggu sig út á jeppa með kerru, en yfirleitt voru menn svo fótgangandi með góða hunda. Varasamt og erfitt er að vera á hestu þega kólnar, því þeir svitna og verður fljótt kalt ef eitthvað er stoppað. Nú, nú kindur fundust á framheiðinn og var fljótt komið í litla og snotra kerru með grindum. Var það mikill eltingaleikur en auðveldur með góðum hundum. Menn ákváðu að gista á Hveravöllum og láta fara vel um sig. Þegar lagt var á stað var ein kind horfin úr kerrunni. Gátu menn engan veginn áttað sig á, hvernig kindin hefði komist úr kerrunni, því allt var þar með felldu og þröngt á féinu.

Var það hald manna að kindin hafi smokrað sér upp á féið í kerrunni og látið sig svo svífa upp úr kerrunni því ekkert net var yfir. Svona elskar nú sauðkindin frelsið mikið. Þetta er eftir minni og vonandi allt rétt því heimildarmaður er látinn og utan þjónustu svæðis.

Hin sagan er lýginni líkust. Þannig var að heimagangur var alinn upp á Syðri-Lögumýri eitt sumar, þegar ég var strákur svo sem algengt er. Þetta var prúður og kurteis heimagangur sem hafði mikla reglu á sínu lífi. Eftir að hann var búinn að fá mjólkina sína fór hann ævinlega á sama staðinn og lagðist þar og var þar á milli þess sem hann fékk sér gas að bíta. Svo kemur hausið með sínum verkum og heimagangurinn er ekkert sérdeilis í sviðsljósinu, enda var hann ekkert sérlega mannblendin. Engin virtist taka eftir því að hann vantaði þó hljóta þeir sem gáfu honum pelan að hafa orðið þess áskynja að hann sótti ekki pelann sinn. Nú líður og bíður.

Í eftirleit finnst þessi heimagangur fram á miðri Auðkúluheiði. Var það heimamönnum á Syðri-Mýrinni undrunarefni hernig heimagangurinn hafi ranglað alla þessa leið einn. Mig minnir á Páll á Höllustöðum hafi fundið heimaganginn og var það fagnaðrefni okkar að fá hann og var hann skírður Halla og reyndist góð kind.

Lýkur svo hér að segja frá eftirleit úr skrifðborðstól við tölvu á aðventu.

 


mbl.is Æsileg eftirleit á aðventu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 11. desember 2017

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband