Óleyfilegur kosningaáróður og kosningaspjöll?

XX. kafli. Óleyfilegur kosningaáróður og kosningaspjöll.
117. gr. Það er óleyfilegur kosningaáróður og kosningaspjöll:
    a. að bera á mann fé eða fríðindi til að hafa áhrif á hvort hann greiðir atkvæði eða hvernig hann greiðir atkvæði,

Heimild: tekin af vef Alþings úr lögum um kosningar til Alþingis.

Í mínum huga er þetta meir en almennt kosningaloforð sem uppi er og er  beinlínsi ætla að dreifa fé á alla kosningabæra Íslendinga. Það er klárlega ólöglegt að mínu mati, en ég er hvorki lögfræðingur né dómari.

 Því væri rétt að kæra þessar kosningar til ógildingar vegna þessa kosningaloforðs Miðflokksins sem er ósiðlegt og óbermi. Best væri að hópur fólks gerði það annað hvort fyrir eða eftir kosningar, ef þar til bær yfirvöld sjá ekki í gegn um blekkingar vefinn.

Til væri ég að slást í slíkan hóp og taka þátt í kostnaði við slíkt málaferli.  Það er ekki gott að svona þróun eigi sér stað að menn lofi peningum í leiðréttingu og núna þetta að lofa mönnum hlut í bönkum. Þetta er dæmalaust. Þetta eru engir málefnalegir póstar eins og eitthvað sem á að nota í framþróun atvinnulífs eða nýsköpunnar. Það var nú gagnrýnt hér í den, jarræktarstyrkir og þess háttar, en það fór þó í nytsöm verkefni. Það eina sem menn veltu fyrir sér í því efni hvort styrkirnir fylgdu jörðinn eða persónunni.

Það er ekkert leyndarmál að Sigmundur lét senda mér peninga út af leiðréttingunni bjargálna manninum og skuldlausum þá, en með einhverja skuld á viðmunartímanum. En það var víst löglegt en  ástæðulaust. Kannske hefur hann haldið að þannig mundi hann hafa mig góðan. Það á nú eftir að skrifa sögu leiðréttingarinnar og þá kemur nú ýmislegt skrítið í ljós um skuldasöfnun á hinu og þessu sem fært var yfir á fasteignir.

 


mbl.is Segir hugmyndir Sigmundar vera „fiff“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 24. október 2017

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband