Kerlinga- og glamúr fundir leiðinlegir

Spurningin hvort ekki mætti vera liflegt á svona fundum. Furðulegt að einhverjir með pappaspjald í barminum geti si svona kallað sig lögreglu. Mætti maður þá frekar biðja um pappalöggur Sólveigar Pétursdóttur sem hún stillti upp í vegköntum í gamla daga til sparnaðar og fuku ef hratt var ekið fram hjá. Útkastari er rétta orðið og í raun ekkert að athugunarvert að öryggiss sé gætt, ef uppivöðsluseggri ganga um garða. Ármann bæjarstjóri stóð sig prýðilega fannst mér. Hann var ekkert hræddur að því er virtist og sussaði á menn eins og hann væri á kvöldvöku í héraðsskóla og einhver ætlaði að far með klámvísu, ellegar fara að syngja gangnvísu við messu.

Þessir stjórnmálafundir sem tíðkast eru alveg máttlausar samkomur, kaffi og með því. Venjulega gefið kaffihlé eftir framsögu svo fundurinn deyi drottni sínum í hléi og engin fæst til að vera fyrstur með fyrirspurn.

Einhver höfðingi með framsögu og fyrirspunrinr leyfðar úr sal kurteisar það er stemmingin. Og ef einhver kemst í pontu, þá er honum sagt að tíminn sé útrunnin.

Það er af sú tíð að menn séu púaðir úr ræðustól, ellegar hótað að vera settir í poka og drekkt út á Húnaflóa eins og dæmi er um.


mbl.is „Þetta var óþægilegt“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þórólfur veit hvað hann syngur. Duglegur rekstrarmaður, eins og sagt er.

Oft er gott að fara millileið ef maður er í einhverjum vandræðum með peninga og  hvað skuli nú gera. Hætt er við að einhver klíka þyrpis í kringum Þjóðarsjóð og það sé beinlínis stefnt að því.

Frekar vildi ég sjá Viðlagasjóð elfdan. Hann á sér upphafsögu þegar náttúruhamfarir brutust upp í Vestmannaeyjargosinu, en hann var einmitt stofnaður til að mæta skakkaföllum. Borgum við ekki svokallað viðlagagjald af öllum tryggingum sem við tökum sem renna í viðlagasjóð. Þar er allt til reiðu stjórn starfsfólk, greiðslukerfi og þekking.

Svo mætti nota hluta af arðinum til að lækka rafmagns og hitaveitureininga landsmann þannig að þeir finndu ærlega fyrir því að þeir ættu orkulindirnar.

Stundum getur tekjuafgangur myndast ef vara og þjónusta eru ofreinknuð. Á árum áður var t.d Kaupfélag Reykjavíkur og Nágrennis KRON með svokallaða arðmiða.  Þá þurfti að halda saman verslunarmiðum. Þá var hægt að fá til baka  í hlutfalli við verslun einstaklinga og fjölskyldu ef verslunarreikningur búðanna skilaði tekjuafgangi.

Þetta var nú í árdaga, grundvöllur og hugsjón samvinnuhugsjónarinnar að hagnaðurinn yrði eftir þar sem hann myndaðst og félagsmenn nytu ábatans.

Ef eitthvað yrði afgangs af þjóðararðinum þegar upp væri staðið gæti það runnið í ríkisjóð til að greiða niður halla.

Er ekki gráupplagt að blanda svona sjónarmiðum og hugsjónum saman í þessari ríkistjórn.

Það er sanngjörn krafa að frjálshyggjan og markaðshugmyndafræðin séu  ekki alltaf í fyrirrúmi.


mbl.is Gagnrýnir þjóðarsjóðinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gamli torfbærinn stóð mygluna af sér.

GuðlaugsstaðirHúsin hafa ekki verið rétt byggð. Einangruninn sett innan frá og flestar leiðslur settar inn í veggi þar sem allt slagar og blotnar og hitaveiturörin fóðra mygluna með hita sínum.

Nú er verið að breyta þessu. Klæða húsin að utan sem gerir það að verkum að þau standst veðurálag mikið betur.

Lenti í því að þurfa að endurnýja hitaveitulögn í íbúð minni hér í Reykjavík. Allar lagnir voru settar utan á vegg inni í íbúð niður við gólflista. Þannig er mun auðveldara að fylgjast með hvort eitthvað leki.

Syðri-LangamýriSjálfur ólst ég upp í torfbæ viðarklæddum. Aldrei var talað um myglu. Þó kom fyrir að vatn kæmi inn um þekjuna. Það var leyst með því að smyrja kúamykju yfir holuna sem hænsin höfðu ef til vill grafið um sumarið og mykjan fraus svo og gerði stitt gagn.

Torfbæirnir önduðu og þornuðu  mjög fljótt. Helst var það músagangur sem stríddi fólki, en þá var kötturinn í essi sínu.

Myndirnar eru af Guðlaugstaða- og Syðri-Löngumýrarbæunum í Svínavatnshreppi hinum forna


mbl.is Vill rannsóknarnefnd vegna myglu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Púðursnjór- Hægir á hlýnun jarðar?

Hann kastaði éli um 3:30 ,máttlausu, en um 4:30 var komin samfelld snjókoma í hægum vindi. Fljótt sá þess merki, því það fennti yfir mannanna verk og slóðir. Þessi snjókoma hefur eflaust hægt á hlýnun jarðar, því um leið og hún fellur dregur hún varma í sig. Þannig vinna kerfi jarðar og lögmálin saman. Allt leitar sér jafnvægis.

Starfsmenn borgarinnar voru komnir snemma að ryðja og var gott færi frá Vogum og upp í Kópavog. Ökumenn urðu að aka af gætni til að missa ekki vald á aðstæðum. En ég hefði ekki gefið í ástandið þegar fólk fór í vinnuna og koma börnum í skóla og bílum fjölgaði á akbrautum.

Í sveitinn eru börn með foreldrum sínum við gegningar snemma morguns, það er/var þeirra leikskóli. Nú eru risnir nýtísku leikskólar út um sveitir og komast börnin oft með skólabílnum þangað, en skólabílstjórar eru hugdjarfir menn og kaldir kallar í allskonar tíðarfari.


mbl.is Fólk beðið um að fara varlega
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband