Sérstök extra löggjöf vegna svokallaðra lággjaldaflugfélaga

Þó ég sé ekki á nokkurn hátt kunnugur þessum lággjaldaflugfélögum eða sérfræðingur, aðeins leikmaður sem velti hlutunum fyrir mér eins og ég sé þau, Þá blasir það við að þau eru rekinn á forsendunum,, Mikið fyrir lítið´´ Þetta kallast samkeppni og fólk ljómar í framan þegar það getur keypt flugmiða á mjög lágu verði og ferðast með honum. Margir njóta þess að komast til sólarlanda og stórborga.

Þá er að huga að öryggi í rekstir slíkra fyrirtækja sem lögggjafinn ætti að velta fyrir sér og huga að.

1. Eru lággjaldaflugfélög örugg í flugi? Er hætt við að viðhald á vélum og búnaði sé af skornum skammti til að spara.

2. Sífellt tog og dumping á verði til að ná farþegum leiðir alltaf til þess að fyrirtækið er ekki innanfeitt og hefur lítinn mör til að stóla á þegar eitthvað reynir á. ( Eigiðfé - öfugur höfuðstóll t.d.)

Það eru helst svona sjónarmið sem löggjafin þarf að velta fyrir sér t.d. Hvað er réttlætanlegt að leyfa slíkum félögum að halda lengi áfram rekstir þegar allt er komið í hönk. Staða eftirlitsins. Samgöngustofa hér.

Þá er það öryggi fólks. Er til nóg bensín þegar lagt er af stað. Voru örugglega til peningur til að skipta um leguna sem var að bila síðast o.s.frv. Hver er staða flugvirkja sem segja legan er ónýt og freki karlin segir, við fljúgum bara, það er lens alla leiðina. Við látum bara svíf niður ef eitthvað kemur fyrir.

Svo er náttúrlega afkoma starfsfólksins sér kapituli.


mbl.is Réttindi flugfarþega við gjaldþrot
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Voru ekki björgunarbátar í skemmtiferðaskipinu Viking Sky?

Þegar ákveði var að láta smíða Þór á sínum tíma, þá var hugsjónin  sú að fá öfluga dráttargetur sem ekki var til staðar hjá Landhelgisgæslunni. Var það ekki Víkartindur sem strandaði? Þá var það ljóst og það var niðurstaðan og svo að okkar fiskiskipskip hafa stækkað og stækkað og menn álitu að við værum í vanda staddir. MIKLUM VANDA.

Nú, nú, Nú sprettur þessi umræða að þarflausu fram að mínu mati. Í fyrsta lagi, var smíði Þórs mjög dýr og okkur í raun ofviða í öðru lagi var svo eitthvað í ólagi eftir að búið var að smíða og afhenda skipið eilíft hafarí með einhvern titring, þannig að maður var vansveft af áhyggjum, hvernig þetta mundi fara.

Þó Víking Sky hafi verið kominn upp í fjöruborðið í Noregi og það sé rétt af verkefnisstjóra Landhelgisgæslunnar að benda á þetta mál, það er svo sannarlega embættisslylda hans, þá höfum við Íslendingar engin efni að láta smíða annan ÞÓR og engan vegin efni að reka hann fyrir einkaaðila að því er virðist í einkalögsögu. Slíkt mál þarf að leysa með öðrum hætti. t.d. samvinnu eða leiguskipi.

Svo er önnur spurning í sambandi við þetta ekki sjóslys við Noregsströnd. Var ekki nóg af björgunarbátum í skipinu til að bjarga fólkinu? Þá hefði rekið fljótt í land. Þannig að þetta var ekki á opnu hafsvæði þar sem engin var nálægur. Þetta er írafár, þó litlu hefði mátt muna með að skipi hefði strandað.

Þegar Guðrún Gísladóttir KE 15 strandaði hér um árið á skeri , þá tóku Norðmenn þá ákvörðun  að draga skipið af skerinu og það sökk búmm ,nýtt glæsilegt skip. Það ætti aldrei að gera að draga skip af strandstaða án rannsóknar og að vel athuguðu máli. Þannig var björgun á sementfluttnigaskipinu í Hafnarfirði nú fyrir skömmu til fyrirmyndar. Eins strandaði einhver fossinn í Noregi og lóðsinn var á bak og burt. Það er ekkert grín að vera sjófarandi við Noregsstrendur.

Held að það ætti ekki að taka of mikið mark á þeim í Noregi, satt að segja. Þeir eru ekki alvitrir.


mbl.is Innviðir hér ekki jafn sterkir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hefði hefðin verið sú, þá hefði ég verið orðin frú

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson pjakkar enn með sinn flokk og er að gera að því skóna að hefði hann verið í einhverri aðstöðu þá hefði hann ekki látið VG þvinga sig til að gefa upp ráðherrastól.

Þannig stendur á að Sigmundur Davíð er ekki í neinni aðstöðu og hefur því ekkert meða mál að gera. Þarna er Sigmundur að gefa í skyn að hann sé sterkari stjórnmálamaður en Bjarni Ben.

Mér dettur í hug gamla orðtak sem ég lærði af fóstru minni og henni þótti mjög vænt um og ég veit ekki önnur deili á því. Ég var stundum að malda í móin að vinna eitthvað eða vildi gera eitthvað öðruvísi og sagði að ég hefði gert þetta svona og svona, þá gall við í þeirri gömlu. Hefði hefðin verið sú, þá hefði ég verið orðin frú og hana nú.


mbl.is Eins og 5:2-tap en ánægja með mörkin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Baðst Sigríður Á. Andersen lausnar sem dómsmálaráðherra

Ætli forseti Landsréttar útdeili nokkrum verkefnum til fjórmenningana. Þeir gætu orði verkefnalausir vegna hræðslu um það að allt sem þeir koma nærri sé ólögleglegt. Í því felst vandinn. Það er óttinn.

Valdið í lýðveldinu hvílir á þrem stoðum löggjafarvald, framkvæmdavald og dómsvald og engin utan dómstólsins getur haft húsbóndavald yfir dómurunum. Varla má talast við eða skrifast á  milli þessara kerfa, það sást best þegar Halldór Blöndal skrifaði bréf upp í Hæstarétt og spurði um eitthvað hvort það stæðis, sem var í vinnslu á Alþingi? Þá fór allt í uppnám. Menningarþjóðir hafa stjórnlagadómstól til að svara svoleiðis málum.

Það þarf að koma betur fram vegna misvísandi og ruglaðarar umræðu hvort Sigríður Á. Andersen hafi beðist lausnar hjá forseta og hvort forseti hafi veitt henni lausn frá störfum og hvernig það fór fram? Kom fram nýtt ráðherrabréf og hvernig standa þessi ráðherramál hjá Sjálfstæðisflokknum? Er Sigríður Á. Andersen bara í vetrarfríi?

Talað er um Birgir Ármannsson og Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur sem góða kandidata en það er óútkljáð mál. Birgir er reyndur og stendur því ef til vill nær, en Áslaug er kona og það er kvennahalli  á flestum stöðum.

Engin veit neitt og allt er þetta í tómarúmi, með dómstólana, og almenningur híar á stjórnarráðið.


mbl.is Ber skylda til að gegna störfum áfram
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Einu sinni var kaup mjög lágt svon 1,50 kr

Einu sinni var kaup á Íslandi svona 1,50 kr. En svo fór það að hækka þegar verkfallsvopniu var beitt.

Oft töldu menn að búið væri að vinna fyrir kaupinu á hádegi, en fóru ekki heim vegna trúmennsku við atvinnurekandann.

Atvinnurekendum er vorkunn að hafa skotið málum til Félagsdóm og unnið það. Það er ekki hægt fyrir verkalýðin að velja bara eins og kýr við jötu, bestu tuggurnar.  Það er ekki hægt að vinna annað hvort handtak í vinnunni.

En stundum finnst fólki að kaupið sé búi á hádegi. Það er kölluð örvinna. Ef enginn færi í vekfall væri kaupið 1,50 kr.


mbl.is Félagsdómur telur örverkföllin ólögleg
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Tengsl stjórnmála við Landsréttardómara

Dómarar við nýjan Landsrétt hafa margir tengsl við íslenskt viðskiptalíf og stjórnmál. Lögregla gerði húsleit heima hjá einum þeirra eftir hrun. Sá sami er kvæntur stjórnarmanni í þremur stórfyrirtækjum. Einn dómari situr í stjórn fjármálafyrirtækis og stórrar heildsölu, á hlut í Klíníkinni í Ármúla og er kvæntur stjórnarformanni Klíníkurinnar, annar er giftur eiganda fjármálafyrirtækis og einn er giftur eiganda stórs verktakafyrir

Ein þeirra sem skipuð var landsréttardómari er frænka Bjarna Benediktssonar, önnur náskyld Davíð Oddssyni, þriðji er frændi Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur ritara Sjálfstæðisflokksins, fjórða er gift Brynjari Níelssyni þingmanni flokksins, fimmti kvæntur Ásdísi Höllu Bragadóttur fyrrverandi framkvæmdastjóra þingflokks Sjálfstæðisflokksins, og sjötti er fyrrverandi varabæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins og svili Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur. Sá síðastnefndi er sá eini sem hefur verið kjörinn pólitískur fulltrúi.

Heimild: Morgunblaðið undir nafninu Ragnheiður Bragadóttir.


mbl.is Hafi engar sjálfkrafa afleiðingar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband