Bændur munið að hleypa hrútunum tímanlega í ærnar.

Eitt sinn um áramót var ég að heimsækja gömlu sóknar- og fermingarkirkju mína að Svínavatni og fór að hugleiða að aldrei hafði ég heyrt í kirkjuklukkunum. Spurði ég bónda að því hvort eitthvað væri bilað. En hann hvað svo ekki vera. Það væri bar svo erfitt að fara í turninn. Þá spurði ég hvort ekki væri í lagi að hringja. Veður var stillt og hringingin mundi hljóma víða.

Bóndi hélt nú að það væri í lægi og upp klifraði ég, hafði aldrei fengist við þetta. En það kom þessi fíni hljómur úr bjöllunni. Bóndi gerðist nú ákafur og sagði að ég ætti að gera svona og svon og klingja saman og sundur á þá yrði þetta bráðfínt hjá mér. Hafði ég ekkert lag á þessu og bauð bónda að hjálpa honum upp stigan og var hann fús og ákafur til þess. Síðan togaði hann í spottana eftir kúnstarinnar reglum og kirkjuklukkurnar ómuðu yfir sveitina og báust hljómarnir yfir í Svínadalsfjall.

Nokkru seinna heyrði ég það að bændur hefðu heyrt þetta allt og stokkið til og talið þetta merki um að nú ætti að hleypa hrútum í ærnar og leyst hrúta sína en þá vildi ekki betur til en það urðu miklir hrútabardagar í Svínadal. En allt þetta gekk nú upp og bændur þokuðu hrútum í ærnar með hægðini og hundum sínum.

Að lokum læt ég hér fylgja eitt gullfallegt kvæði eftir bóndan á Kirkjubóli í Önundarfirði. Kvæðið er snilld.

Þér hrútar

1.
Þér hrútar, ég kveð yður kvæði.
Ég kannast við andlitin glöð
er gangið þér allir á garðann
að gjöfinni, fimmtán í röð.
Í heyinu tennurnar hljóma
við hornanna leikandi spil.
Það bylur í jötunnar bandi
og brakar við stein og þil.
 
2.
Í hóp yðar stöðvast ég stundum
og stend yður dálítið hjá.
Ég hallast við bálkinn og horfi
í hrútsaugun, skynug og blá.
Ég bökin og bringurnar spanna
og blíðlega strýk yfir kinn.
Þér heilsið með hornum og vörum.
Hver hrútur er félagi minn.
 
3.
Ég veit yðar látbragð og leiki
er losnar um fjárhúsvist.
Þá gangið þér greiðir í túnið
og gleðjist við atlögur fyrst.
Og margur er merktur og særður,
en minnstur sá hrútur er veik.
Og hugfanginn horfði ég löngum
á hornanna blóðugan leik.
 
4.
Svo fylgi ég ferlinum lengra.
Þá fagnið þér vorlífsins hag
er fetið þér snöggir til fjalla
einn farsælan góðviðrisdag.
Í háfjalla hlíðum og drögum
er hrútanna kjarnmikla beit.
Og sælt er að standa uppi á stalli
og stara yfir kyrrláta sveit.
 
5.
Er sólríku sumrinu hallar
þá sést yðar útigangsbragð.
Þér komið af öræfum allir
með aurugan, blaktandi lagð.
Þótt gott væri hnjúkinn að gista
við gróður og útsýni hans
þá lutuð þér herskáum hundum
og hrópyrðum smölunarmanns.
 
6.
Þar komið þér kátir og feitir.
Ég kannast við andlitin glöð
er haldið þér allir sem hópur
að húsunum, fimmtán í röð.
Á veggjunum villist þér ekki,
en vitið um hurðir og þil.
Svo heilsið þér herbergjum yðar
með hornanna leikandi spil.
5.
apríl 1931
Ljóð höfundar – Guðmundur Ingi Kristjánsson á Kirkjubóli
Heimild Húnaflói Kæða og vísnasafn

,,Gamlir bændur bregðast síst", segir máltækið

Þetta er nú kosturinn að hafa landið í bygg. Þá er hægt að kalla ,,innbyggjaran" á vettvang þegar eitthvað bjátar á og aðstæður eru erfiðar. Þeir búa yfirleitt yfir þekkingu á aðstæðum og veðurfræði og eru komnir með voldug tæki sem hægt er að grípa til þegar á reynir.

Það reynir á starfsfólk Landspítalans, en þar er valinn manneskja í hverju rúmi og fólki ekki fisjað saman. Ótrúlegur dugnaður og mikil og góð hjúkrun til staðar. Það haf ég reynt persónulega á sjálfum mér.

Svo þessi flinka áhöfn á þyrlunum sem alltaf eru tiltækar ef eitthvað fer úrskeiðis.

 Allt þetta kerfi þarf að styðja og varðveit svo hér sé búandi í þessu landi.


mbl.is Bændurnir hjálpuðu til á slysstað
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er Ísland afkastamikið í að binda kolefni úr andrúmsloftinu? Rannsókir fátæklegar?

Margar spurningar vakna þegar maður sér svona fallegt fólk brosandi í París. Sjalið er rosa flott sem Katrín klæðist. Búandi kona úr minni heimabyggð sem nú er látin sýndi heklað sjal á einhverri heimsýningu í París hér fyrr á árum. Hún heiti Jóhann Jóhannesardótti á Svínavatni. Var tekið til þess hve sjalið var vel prjónað og var formúlan sú að það væri hægt að drag það viðstöðulaust í geng um giftingarhring.

 Þá er það þetta viðfangsefni að binda kolefni. Mikið er talað um að auka og styðja við skógrækt. Þá er spurning hvaða rannsóknir liggja fyrir um  það á Íslandi, bloggari er dottin útúr öllum svoleiðis vísindum?

ER Ísland nokkuð sérstaklega afkastamikið land í því tilliti? Þar kemur til skoðunar stuttur sprettutími og sumrin stutt. Hitastig og úrkoma. Hér fer gróður af stað í maí og stöðvast í september. Þetta er ef til vill ca 4 framleiðslumánuðir 8 mán í kulda myrkri og frost. Þannig að það þarf að vita hvað menn ætla að gera með fjármagn í skógrækt? Væri ekki ódýrara að fækka sauðfé og leyfa gróðrinum að koma af sjálfu sér.

 


mbl.is Verðum 5 árum á undan Norðurlöndunum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Heimagangurinn heimtist í eftirleit

Margar sögur eru til um ævintýri í eftirleit. Hér eru tvær: Nokkrir menn fóru í eftirleit á Auðkúluheiði. Eitthvað hafði fréttst um kindur í afréttinni. Menn bjuggu sig út á jeppa með kerru, en yfirleitt voru menn svo fótgangandi með góða hunda. Varasamt og erfitt er að vera á hestu þega kólnar, því þeir svitna og verður fljótt kalt ef eitthvað er stoppað. Nú, nú kindur fundust á framheiðinn og var fljótt komið í litla og snotra kerru með grindum. Var það mikill eltingaleikur en auðveldur með góðum hundum. Menn ákváðu að gista á Hveravöllum og láta fara vel um sig. Þegar lagt var á stað var ein kind horfin úr kerrunni. Gátu menn engan veginn áttað sig á, hvernig kindin hefði komist úr kerrunni, því allt var þar með felldu og þröngt á féinu.

Var það hald manna að kindin hafi smokrað sér upp á féið í kerrunni og látið sig svo svífa upp úr kerrunni því ekkert net var yfir. Svona elskar nú sauðkindin frelsið mikið. Þetta er eftir minni og vonandi allt rétt því heimildarmaður er látinn og utan þjónustu svæðis.

Hin sagan er lýginni líkust. Þannig var að heimagangur var alinn upp á Syðri-Lögumýri eitt sumar, þegar ég var strákur svo sem algengt er. Þetta var prúður og kurteis heimagangur sem hafði mikla reglu á sínu lífi. Eftir að hann var búinn að fá mjólkina sína fór hann ævinlega á sama staðinn og lagðist þar og var þar á milli þess sem hann fékk sér gas að bíta. Svo kemur hausið með sínum verkum og heimagangurinn er ekkert sérdeilis í sviðsljósinu, enda var hann ekkert sérlega mannblendin. Engin virtist taka eftir því að hann vantaði þó hljóta þeir sem gáfu honum pelan að hafa orðið þess áskynja að hann sótti ekki pelann sinn. Nú líður og bíður.

Í eftirleit finnst þessi heimagangur fram á miðri Auðkúluheiði. Var það heimamönnum á Syðri-Mýrinni undrunarefni hernig heimagangurinn hafi ranglað alla þessa leið einn. Mig minnir á Páll á Höllustöðum hafi fundið heimaganginn og var það fagnaðrefni okkar að fá hann og var hann skírður Halla og reyndist góð kind.

Lýkur svo hér að segja frá eftirleit úr skrifðborðstól við tölvu á aðventu.

 


mbl.is Æsileg eftirleit á aðventu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband