Þrjár hliðar á málinu

Það eru þrjár hliðar á þessu máli.

Í fyrsta lagi hefur Guðjón mikla þekkingu á sjávarútvegsmálum og er mjög fínn í þetta. Svo getur Jón Bjarnason hugsað sér að kvelja líftóruna úr LÍÚ með því að setja svona þungavigtarmann í þetta sem menn verða að hlusta á.

Í öðru lagi getur þetta verið klókt af Jóni að losa sig við andstæðing í stjórnmálum og festa hann í sessi í ráðuneytinu og jafnvel gera Sigurjón Þórðarson að  fiskistofustjóra svo frekar um hægist í kjördæminu.

Í þriðja lagi verður ekki pláss fyrir nema 6 þingmenn í Norðurlandskjördæmi vestra þegar búið verður að laga atkvæðamisvægið til Alþingiskosninga. Svo það er ekki seinna vænna fyrir menn og konur að koma sér vel fyrir. Það verður allt í lagi fyrir Ásmund Daðason, hann hverfur bara að eigin búi, enda hefur hann væntanlega aldrei gert ráð fyrir því að verða þingmaður.


mbl.is Guðjón Arnar í sjávarútvegsráðuneytið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Árni Gunnarsson

Ég fagna heils hugar.

Árni Gunnarsson, 1.9.2009 kl. 00:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband