Afbragðs ræða

Ég hlustaði á ræðu Sigmundar Ernis og mér fannst ræðan hreint afbragð. Vel og skipulega flutt, með tilþrifum. Það er nú meiri ósiðurinn sem viðgengst í þingsal þegar þingmenn eru sí gjammandi frammí. Sigmundur Ernir sagði bara satt um einkavæðinguna og hið ábyrgðalausa markaðskerfi sem hefur riðið húsum. Það þola sumir stjórnmálaflokkar ekki sem tóku þátt í sköpun þessa hugmyndakerfis og framkvæmd þess.

Ég held að ákveðnir þingmenn ákveðins flokks séu orðnir myrkfælnir vegna þess að þeir eru með lík í lestinni og óuppgerð mál og þess vegna eru þeir sí gjammandi í sætum sínum vegna þess að þeir eru óstyrkir þegar þessi mál ber á góma.

Hvort þingmaðurinn hafi verið búinn að neyta áfengis gat ég ekki áttað mig á þegar ég hlustaði á ræðuna og horfði á þingmanninn. Það var þá frekar í andsvörum að greina mætti það. Fyrst og fremst vegna þess að búið var að gefa það í skin. ( Var tekin prufa?).

Því er ekki mælt hér bót að þingmenn hafi smakkað áfengi við störf sín. Verra þykir mér ef þeir eru svefndrukknir og ég held að Vinnueftirlitið ætti að fara athuga hvíldartíma alþingismanna. Sennilega er nauðsynlegt að setja vökulög á þá eins og var gert hér á árum áður við togarasjómenn. Það er ekki gott fyrir almenning að sitja upp með gölluð lög.

Mér skilst að þetta áfengismál verði rætt af stjórn þingsins, sem sér mál.

Verður þá þá áfengisráðgjafar sendir í réttir og göngur í haust að tékka á bændum?

Sigmundur Ernir fer í meðferð, ef hann þarf þess. Það kemur bara í ljós eins og um alla sem ráð ekki við áfengi.


mbl.is Fékk sér léttvín með mat
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Þorsteinsson

Já, hann var í þræl flottri skyrtu. Hvað eru menn að rífa kjaft, þó þeir séu ekki í eins flottri skyrtu. Menn ættu bara að halda kjafti. Þó menn fái sér aðeins neðan í því í því sukki sem hinir hafa tekið þátt í. Ekki var Sigmundur gengin í Samfylkinguna þegar bankahrunið skall á okkur, svo ekki er þetta honum að kenna. Alþingismenn ættu að sjá sóma sinn að velja betri skyrtur og halda síðan kjafti þegar Sigmundur Ernir talar. Næst fær hann sér eflaust kók, og þá verður hann miklu skemmtilegri.

Sigurður Þorsteinsson, 26.8.2009 kl. 20:12

2 Smámynd: Þorsteinn H. Gunnarsson

Þingmenn voru á námskeiði í þingbyrjun um venjur og hefðir. Sennilega hafa áfengismál ekki borið á góma á þeim námskeiðum.

Þetta með skyrtur og bindi, hemm, ég lít á það sem öryggisráðstöfun að heimila þeim að ráða því hvort þeir væru með bindi eða ei. Minni hætta á að þeir hengdust í bindinu ef eitthvað óvænt kæmi upp á í þinginu á þessum ófriðartímum.

Þorsteinn H. Gunnarsson, 26.8.2009 kl. 20:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband