Fuglasöngurinn hættir þar sem kettir fara um.

Það er undarlegt að það er látið átölulaust að kettir rústi fuglalífi í þéttbýli. Þeir eru á fullu að drepa skógarþröstinn, því hann virðist ekki eins var um sig og starrinn sem er kvikari.

Kettir eru skemmtilegir og gefa fólki mikið og gott fyrir börn að umgangast þá. En finna þarf lausn á þessum þætti og hefta lausagöngu þeirra um varptímann.

Það er yndislegt að heyra í þrestinu þegar hann er hvað kátastur, en víða er hann gersamlega horfinn vegna atgangs katta sem hafa nóg að borða heima hjá sér.

Ekki kæmi mér það á óvart þó fuglavinir drægju fram haglarann.

Það er skelfilegt að sjá kött með þrastarunga í kjaftinum.


mbl.is Fuglakragarnir koma til bjargar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það get ég sagt þér að miklu fremur vel ég ketti umfram helvítis hundana. Kettir eru yndisleg dýr og það er til mjög einfalt ráð til að fá þá til að hætta að veiða fugla, einfaldlega hengja litla bjöllu um hálsinn á þeim, þá að endingu hætta þeir að reyna að veiða fugla.

Hundar eru hins vegar stórhættuleg dýr, maður veit aldrei hvar maður hefur þá, skítandi og drullandi um allt geltandi og gjammandi og svo ráðast þeir á lítil börn...svei attan.

Helgi Jónsson (IP-tala skráð) 9.6.2017 kl. 13:10

2 Smámynd: Þorsteinn H. Gunnarsson

Það er margt mannan mein. Kettir læðast inn um glugga og míga í þvottahúsum.

Auðvitað fer þetta allt eftir umhirðu og afstöðu eigenda. Góður punktur þetta með bjölluna, en það er misbrestur á því.

Þorsteinn H. Gunnarsson, 9.6.2017 kl. 15:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband