Það er nú ýmislegt að gerast í sveitinni lagsmaður

Ha, lóan kominn, þú segir tíðindi, ups og hvaðan kom hún vinur. Sumir segja að hún hafi verið á landinu í allan vetur,

Tíðarfarið er náttúrlega búið að vera einstaklega gott. Ég skil sko ekkert í hvað bændur eru að gefa allt þetta rúlluhey, þegar beitin liggur við fætur manna, ókeypis, ha, bara að kasta fiskimjölslúku á garðan og ríða svo út, eins og Svartdælingar gerðu, í tíð Guðmundar Halldórsson, ágætur kall í samnefndum dal og skrifaði góðan texta.

Það er gott að lóan er kominn, þá halda menn að vorið sé komið. Það er nú öruggara að spóinn komi líka. Hann er nákvæmari en lóan, því hann er svo kulsækinn og kemur ekki fyrr en allt er orðið tryggt og nóg af ormum.

En nú má ég ekki vera að þessu, það er líka kominn gripur hér í hlaðið á Gljúfrasteini og ég verð að finna mér einhvern blett til að herfa. Þá get ég talist maður með mönnum2015-08-30_13_42_13_1301088.jpg. Ég hef aldrei talist bóndi, þó mig hafi langað til þess. Bara látið duga að skrifa um bændur við litla hrifningu þeirra.


mbl.is Lóan komin til landsins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband