Hættulegt að tapa mörkuðum

sumarfri_2007_076_1298529.jpgÞað getur nú ekki verið eithvert einkamál útgerðar og sjómanna hvernig þessi deila er að þróast.

Að vísu eru þarna mörg  einkennileg atriði sem togast er á um eins og sjómannaafslátturinn sem settur var á í fyrnndinni til að leysa  úr verkfallsdeilu og gaf þá ríkið afsláttin til að liðka fyrir málum, en sló hann svo af seinna.

_orvaldur_magnusson.jpgSvo er það harla undarlegt að sjómenn taki þátt í ýmsum kostnaði útgerðar og ég skil þá vel að þeir séu orðnir þreyttir á þeirri hundavakt.

 En vinda þarf fljótt ofan af þessari deilu og ábyrgðin getur svo sannarlega ekki verið deiluaðilum einna, því hagsmunirnir erum margslungnir.

Mest hætta er að tapa frá sér mörkuðum sem búið er að koma upp með áratugavinnu. Þá er á það að lýta að í gegn um sjávarútveginn kemur mikill gjaldeyrir til þjóðabúsins sem erfitt er að vera án til lengdar.

picture_024_1298528.jpgÞannig að ráðherra sjávarútvegs getur ekki horft fram hjá öllum þessum gríðarlegu hagsmunum sem eru þjóðarhagsmunir.

Er ekki hægt að gera einhverjar hliðarráðstafanir og setja málið í gerð og sjá hvað kemur uppúr slíkum hatti.


mbl.is Fyrirhuga hvorki lög né aðgerðir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Það tekur alltaf á mann í vinnudeilum,en sjaldan að maður nenni að setja sig inn í málin.Þar sem ég ólst upp í sjávarplássi var litið á  sjómenn sem einskonar hetjur.

Helga Kristjánsdóttir, 1.2.2017 kl. 00:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband