Rannsóknir og aftur rannsóknir á móti hálkunni

Þeir eru snjallir þarna hjá EFLU Þeir virðast getað hugsað solítið frumlegar hugsanir. Viðfangsefnið er mér kunnuglegt.

Það er ánægjulegt ef hægt er að vinna betur og fljótar á hálkunni en verið hefur og fækka slysum. það er þjóhagslega og tilfinningalega hagkvæmt.

Bæjar og borgarstarfsmenn eru ötullir við að dreifa salti og sandi á götur og gangstíga og far á fætur fyrir allar aldir til starfa sinna.

Með þessari aðferð sparast það að unnið er strax áhálkunni og það þarf ef til vill ekki eins margar umferðir. Söndun er auðvitað traust aðferð.

Þess vegna er það gleðilegt ef árangurinn verður meiri en hefur verið í þessum málum og auðvitað styðja svona athuganir og rannsóknir málið.

Það fríjar okkur vitaskuld ekki frá því að við megum ekki vaxa út úr umhverfi okkar og verðum sjálf að kappkosta að lifa við þær aðstæður sem landið okkar og náttúrufar færir okkur.

Auðvita verður hver og einn að taka ábyrða á sér, alveg eins og smalinn sem smalaði á útmánuðum heimaféi sem haldið var til beitar og lærði að stikla á svellbunkum í brattlendi og lét sig skondra yfir þá á ferðinni og hafði ef til vill eina þúfu til að stilla jafnvægið af svo hann kæmist klakklaust yfir og héldi jafnvægi. Það voru vitaskuld rannsóknir og æfing sem færðu honum þá þekkingu og leikni smátt og smátt. Þekking kynslóðanna. Hún svíkur engan.

Rannsóknir og aftur rannsókir er það sem gildir.


mbl.is Ný aðferð við hálkueyðingu reynd
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband