Tillaga að rannsókn að þvo götur með sjó

Hér er væntanlega flest rétt sem Ólafur æðstiprestur ber fram. Þegar þurrt er þá eru bílar alltaf að þyrla upp óhreinindum í rennusteinunum, sérstaklega á Miklibrautinni þar sem mikil umferð er og mikill hraði. Þar myndast mikið af mikró stormsveipum sem stöðug eru að hafa áhrif á óhreinindin.

Það sem þarf að gera er að fjarlægja óhreinindin.

Hvernig er það gert? Með þvotti.

Tillaga mín er þessi og ég er búinn að þrauthugsa þetta.

Prufa að þvo Miklubraut að nóttu t.d. til austurs. Til þess þarf að loka götunni. Koma svo með 2-3 treilera fulla af sjó og smúla göturnar. Áður þyrfti að vera búið að ganga úr skugga um að öll niðurföll væru opinn og klakalaus. Til aðstoðar væru við hendina smágöfur til að liðka fyrir ef eitthvað væri um klaka og öflugir sóparar.

Aðal óvissu punkturinn væri hvort þetta skapaði mikla hættu á ísingu. Því væri að sjálfsögðu mætt með að salta ríkulega að verki loknu. Með því að nota sjó væri minnkuð hætta á ísingu.

Það er nóg af sjó tiltækt og við eigum að nota eigi nauðlind aðal spurningi er hvort nægt saltmagn væri í sjónum, en þá er bara að bæta við.

Bless,

Þorsteinn bóndi


mbl.is Snýst um þrif á götum - ekki nagla
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband