Engin landbúnaðrstefna bara hips um happs stefna.

Það er engin landbúnaðarstefna að því er virðist hvorki af hendi Bændasamtaka eða stjórnvalda, að eins mjálamað út í horni um fjölskyldubú á framboðsfundum. Bændur eru tryggðir í bak og fyrir ef þeir segja bless og ríkið kaupir kvótann, eftir því sem mér skilst og túnin standa á sinu.

Nú standa bændur frammi fyrir stærðar verkefni vegna velferðarmála kúa í greininn og vera allir, sem ætla sér að halda áfram búskap að vera búnir að reisa ný lausagöngufjós innan 10 ára. Engin er með tölur í höndum um þá hugsanlegu þróun því landbúnaðrráðuneytið hefur ekki spurt hverjir ætli að halda áfram, að því að ég best veit.

Bankar og vélainnflytjendur virðast ráða för, alla vega er fátt um svör hjá ráðunautum hvað þeir ráðleggja til. Búin stækka og stækka. Meiri skaði er að missa stór bú í veikindi eða pestir, sem hefði áhrif á greinina en minna bú.

Meira segja bóndi sem var framsýnn 1968 og byggði frammúrstefnu lausagöngufjór með legubásum og mjaltabás þá verður að byggja nýtt.

Ástæða: Legubásarnir falla ekki að reglugerð, eru 40 cm of stuttir.

Svona er þróunin og erfitt er að sporna við tímans þunga nið.


mbl.is 240 mjólkurkýr voru á einu búi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband