Sigmundur glöggur að þekkja tónlistarkennara

Kennarar,,Ég sá að tón­list­ar­kenn­ar­ar voru áber­andi úti og þeirra af­stöðu skil ég mjög vel, að vilja fylgja öðrum kenn­ur­um í." Segir Sigmundur Davíð.

Mér þykir Sigmundur vera býsna glöggur að þekkja svona marga tónslistarkennara að geta fullyrt að hann hafi getað þekkt þá sem einhvern afmarkaðan hóp.

Og var hann út í glugga? Það má víst ekki samkvæmt skýrslum.


mbl.is Sigmundur sagði tónlistarkennara áberandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Kannski hann hafi bara lesið á kröfuspjöldin og ætlað að þeir sem voru að mótmæla tengdust því sem þeir héldu á lofti.

Gunnar Heiðarsson, 4.11.2014 kl. 07:32

2 Smámynd: Þorsteinn H. Gunnarsson

Held að það sem hafi vakað fyrir honum hafi verið að reyna afmarka þennan hóp til að hægt væri að segja á kaffistofu Alþingis og sletta í góm,, Þetta eru bara tónlistarkennarar og eitthvað óánægjufylgi úr öðrum flokkum."

Held að það sé ekki hægt, neitt sérstaklega, að staðfæra það sem stóð á kröfuspjöldunum á tónslistarkennara.

Best er að tónlistarkennarar haldi áfram að ,,spila" með Sigmund Davíð,,Gunnlaugsson Möðruvelling."

Þorsteinn H. Gunnarsson, 4.11.2014 kl. 08:06

3 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Þú misskilur skensið hjá Sigmundi nokkuð hressilega, Þorsteinn. Tónlistakennarar eiga í stríði við sveitarfélögin ekki ríkið, eiga í stríð Dag, en ekki Sigmund.

Kannski tók hann þessvegna betur eftir skiltum tónlistakennara, nú eða þeir voru bara svona margir á Austurvelli. Þá er spurning hvort þeir hafi ekki verið á röngum stað. 

Gunnar Heiðarsson, 4.11.2014 kl. 13:41

4 Smámynd: Þorsteinn H. Gunnarsson

Eg misskil ekkert Gunnar.

Held að tónlistarkennarar séu ekki í stríði við neinn en þeir bera ábyrgð á sínum fjölskyldum og framfærslu þeirra.

Valdhafarnir eru alltaf hræddir, þá og þegar, fólk kemur saman og óttast  hverskonar umrót sem getur ógnað hagsmunum þeirra.

Þeir sem eru hræddir við fólk geta ekki stjórnað.

Ríkið skiptist í sveitarfélög og eru þess vegna ríkið.

Þorsteinn H. Gunnarsson, 4.11.2014 kl. 13:53

5 Smámynd: Bergljót Gunnarsdóttir

Mér finnst þessi athugasemd ráðherrans svona álíka gáfuleg og annað sem hann segir þegar hann af fremsta megni reynir að sigla staurblindur fram hjá afleiðingum eigin ákvaraðana.

Bergljót Gunnarsdóttir, 5.11.2014 kl. 23:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband