Hinn hagræni þáttur fiskveiða

Minnisblað Jóhönnu Sigurðardóttur forsætisráðherra er ágætt og fjallar um úttekt og efnahagsleg áhrif á rekstrarskilyrði fiskveiða.

Það er nú löngu tímabært að velta því fyrir sér með hvað hætt er notadrýgst að stunda fiskveiðar í landhelgi Íslands og afsetningu afurða á erlendum mörkuðum.

Útgerðarmenn hafa alltaf ráðið umræðunni hvernig best væri að hafa hlutina og er það ekki óeðlileg þar sem þeir búa yfir reynslu og tölfræðigögnum sem skipta máli. En það er ekki einhlýtt að þeir hafi alltaf rétt fyrir sér.

Það þarf að skoða olíunotkun stóru skipanna og hvað þarf að veiða mikið til að hafa fyrir henni í samanburði við önnur skip

Það þarf að skoða fjárfestingakostnað á stóru skipunum og hvað þarf að veiða mikið til að hafa fyrir honum í samanburði við önnur skip.

Það það þarf að skoða og bera saman flutninga á fiski á markað. Það er ódýrara að flytja saltfisk en ferskan fisk vegna þess að þurrefnisinnihald er meira í saltfiskinum og flutningurinn því ódýrari svo dæmi sé tekið.

Það þarf að skoða hvernig hægt sé að koma meira vinnuafli inn í atvinnugreinina

Það þarf að skoða veiðiaðferðir og veiðarfæraútbúnað og hvernig hafa áhrif á lífríkið og búsvæði smáfisks og ungviðis.

Það þarf að koma upp sjálfbærri raforkuframleiðslu um borð í fiskiskipum.( Vindmyllur).

Það eru fjölmörg atrið sem þarf að leggja raunhæft mat á og því er þetta nauðsynleg athugun.


mbl.is Ósvífni og hreint ofbeldi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hallgrímur Hrafn Gíslason

Það er ekki hægt að bera samann ferskfiskinn og saltfiskinn því sá ferski fer mest til Bretlands og næstu landa, en saltfiskurinn fer til Ítalíu, Grikklands, Spánar og Brasilíu, sem er miklu lengri leið.  Nútíma saltfiskur er þess að auki blautverkaður þannig að hann er lítið léttari en ferski fiskurinn.

 Það er kannski betra að endurnýja skipakostinn, því að ný hönnun í skipum skila mikið betri nítni á orku en gömul hönnun.

Hallgrímur Hrafn Gíslason, 16.4.2011 kl. 15:01

2 Smámynd: Þorsteinn H. Gunnarsson

Gott að fá þitt innlegg nafni. Takk fyrir.

Þorsteinn H. Gunnarsson, 16.4.2011 kl. 16:11

3 Smámynd: Ólafur Örn Jónsson

Þorsteinn það er ekki stjórnvalda að vasast í því hvernig veiðin er háttað með Sóknarmarki og sem mestu frelsi innan þess ramma sem afkasta geta miðanna gefur er útgerðamönnum treystandi til að finna farsælustu tæknina.

Það sem verður að losa útgerðina og þjóðina út úr nú eru skuldirnar sem stofnað hefur verið til í þeim tilgangi að arðræna þjóðina (s.b. Skinney/ Þinganes) út úr þessum vitleysisgangi þurfum við að komast sem fyrst. 

Þetta með vindmillur og rafmagns framleiðslu um borð gerir línu og króka veiðar mjög samkeppnisfærar við togarana þó þessar veiðar leysi togaranna seint af hólmi að mínu mati, en hver veit?

Ólafur Örn Jónsson, 16.4.2011 kl. 17:23

4 Smámynd: Þorsteinn H. Gunnarsson

Ólafur það kom í fréttum í vetur að það var verið að smíða báta með fellikili. Mér fannst það athyglisverð hugmynd.

Þá væri hægt að hafa kjölinn niðri ef segl væri nota en taka hann svo upp þegar verið væri á grunnsævi eða í höfn.

Svo er báturinn víst stöðugri og minna rek við handfæraveiðar.

Farið væri þá bæði skúta og bátur.

Þorsteinn H. Gunnarsson, 16.4.2011 kl. 17:38

5 Smámynd: Ólafur Örn Jónsson

Já Þorsteinn síðan gengi hann bæði fyrir rafmagni og Olíu og væri hægt að hlada hann í landi og hefði wind millur til að halda við rafmagni. Þetta yrði mjög hagkvæmur bátur.

Asíu Þjóðir eru með "risa" handfæra skip til að veiða smokk þeir nota stór rek ankeri til að halda aftur af reki.

Ólafur Örn Jónsson, 17.4.2011 kl. 07:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband