Ókurteisi eða mótmæli?

Úr skólastofunniFjárhagslegir erfiðleikar steðja nú að sveitarfélögunum og þar er Reykjavík ekki undanskilin. Er þetta einkum og sér í lagi vegna hins mikla bankahruns sem átti sér stað hér og voru gerendurnir ýmsir braskara og fjármálafurstar. Breska efnahagslögreglan er nú að elta þessa fíra og setja þá í handjárn. 

Tekjustofnar þorna upp við atvinnuleysi og minni innkoma í borgarsjóð. Fólk sem er í fyrirsvari á sveitarstjórnarstiginu er ekki öfundsvert af sínu hlutskipti.

Svona atburður, hafi hann gerst og fari Morgunblaðið rétt með vekja óhjákvæmilega upp spurningar hvort þetta sé í lagi eða með hvað formerkjum eðlilegt sé að koma sjónarmiðum varðandi viðkvæm málefni á framfæri? Og hvort svona útgöngumarsar komi til með að bjarga fjárhag Reykjavíkurborgar?
mbl.is Gengu út þegar Oddný kom í ræðustól
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Brynjar Þór Guðmundsson

Er þetta ekki "allskonar fyrir aumingja"; ekki átti ég von á því að allskonar væri líka niðurskurður, sameining skóla og það nú þegar ágangarnir eru stærri en nokkru sinni áður

Brynjar Þór Guðmundsson, 9.3.2011 kl. 21:40

2 Smámynd: Þorsteinn H. Gunnarsson

Þetta er allskonar vesen og svoleiðis..

Ég vil nú ekki kalla þetta niðurskurð, fremur allskonar fjárvöntun, bæði á 100 köllum og 1000.000 köllum.

Í sveitinni var þetta kallað allskonar heyleysi. Það var reynt að gefa lýsi.

Það er ekki hægt að eyða meiru en aflað er.

En vonandi koma kennarar með einhver ný og góð ráð í þessu efni.

Þorsteinn H. Gunnarsson, 10.3.2011 kl. 06:59

3 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Kennarar voru nú ekki að mótmæla niðurskurði. Þeir gera sér grein fyrir því, eins og flestir Íslendingar, að við verðum að taka á okkur það sukk sem nokkrir einstaklingar komust upp með.

Kennarar voru fyrst og fremst að mótmæla þeirri aðferð sem Oddný og félagar hafa viðhaft við skoðun þessara mála og ákvörðanatöku. Kennarar telja, réttilega, að það séu helst þeir sem starfa við sérhverja atvinnugrein sem hæfastir eru til að sjá hvar og hvernig megi spara í viðkomandi grein.

Þessu virðast "bestu" vera ósammála og vinna eftir þeirri speki að þeir sjálfir séu manna hæfastir á ÖLLUM sviðum.

Gunnar Heiðarsson, 12.3.2011 kl. 09:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband