Vítaspyrna á Steingrím?

Hver á hvað?

Þegar til stóð að virkja Blöndu var ákveðið að halda sveitarfund í Svínavatnshreppi til að upplýsa íbúana um efnisatriði málsins.

Málið var mjög flókið lögfræðilega séð og var talið ráðlegt að hafa löglærðan mann við á fundinum til að leiða menn um frumskóga lögfræðinnar. Menn voru ekki á eitt sáttir um hver ætti að borga lögfræðingnum fyrir að sitja fundinn, Landsvirkjun eða sveitarsjóður.

Landsvirkjun bauðst til að fá virtan hæstaréttarlögmann til að mæta á fundinn og bauðst til að bera kostnaðinn.

Þá komu vomur á suma bændur og veltu þeir fyrir sér hvort lögmaður við slíkar aðstæður gæti verið hlutlaus.

Þá sagði Björn Löngumýri " Sá á hund sem elur ".

Heimild: Örsögur um Björn á Löngumýri ÞHG


mbl.is Vildu láta ávíta ráðherra
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband