Skattskýrslan

Hvað á að færa niður?

Lán af íbúðarhúsnæði svona almennum íbúðum einhverskonar standar stærð? Eða fær kaupmaður sem sagður er skulda 300 milljónir af villu sinni í Eyjafirði á móti Akureyri niðurfærslu á sinni skuld.

Verða skuldir vegna hjólhýsa og tjaldvagna niðurfærðar, ellegar sumarhús sem fólk hefur keypt á 100% láni. Hvað með lausaskuldir? Hvað með skuldir af landspildum, reiðhrossum og hesthúsum. Allt er þetta mjög óljóst. Verður farið eftir skattskýrslunni?

Verður þetta afturvirkt þ.e.a.s. miðast við fyrir hrun. Fá þeir sem greiddu inn á skuldir sínar fyrir hrun ívilnanir og jafnvel þeir sem borguðu upp húsnæðislán sín, fá þeir ráðdeildarbætur.

Hvað fá þeir sem alltaf hafa verið sparsamir og ráðdeildarsamir, fá þeir eitthvað? Umbunarbætur.

Af hverju var fólki ekki sagt þetta fyrir hrun að skulda bara nógu mikið þetta yrði  bara fært niður? 

Hvaða hagkerfi á að gilda hér, markaðshagkerfi eða áætlunarbúskapur?

Þetta þurfa ráðamenn að upplýsa almenning um.

Og hvað má og hvað má ekki út af EES-samningnum.

Og hvað segir þjóðkirkjan um þetta allt saman?


mbl.is Niðurfærsla rædd í vikunni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Kröfuhafar hafa ekki gefið mikið út um hvernig eða hvort þeir ætli að gefa eitthvað eftir af kröfum sínum. Líklega ekkert, segja þeir sem fjölmiðlar hafa haft samband við. Ríkið ætlar að athuga það betur í vikunni.

sigkja (IP-tala skráð) 10.10.2010 kl. 14:41

2 Smámynd: Kristján H Theódórsson

Þorsteinn, gamli baráttufélagi!

Ég verð að segja að ég undrast svolítið þín viðhorf í seinni tíð. Öðru vísi mér áður brá með þína réttsýni.

Segjum að  bófgengi læðist að nóttu um götuna þína og skeri í dekk á hverjum einasta bíl , nema þeim sem lokaðir eru inní bílskúr.  Segjum svo að þessir þokkapiltar náist og þeim verði gert að skila í sama því sem þeir spilltu, semsé nýjum dekkjum með tilheyrandi umfelgunarkostnaði til þeirra sem þeir spilltu fyrir. Á þá að fara í eitthvert manngreinarálit, hvort sumir í götunni eða blokkinni geti borið skaðann betur en hinir?

Ber þeim ekki jafnt að bæta skaðann á bíl ríka mannsins sem og tjón baslarans. 

Nú má auðvitað færa rök fyrir því að ef ógæfumennina þrýtur fjárráðin til að bæta öllum, að þá sé réttlætanlegt út frá einhverjum siðfræðiviðmiðum ,að ætlast til að þessir betur settu mæti afgangi við greiðslu bóta, en spurning hvort það stenst hin margfrægu eignaréttarviðmið sem svo oft er vísað til og því miður virðast oft sterkari þeim megin sem fjármagnið er fyrir.  Allavega eðlilegra og líklegra að þeir geti beðið bótanna eitthvað lengur en þeir sem eiga varla til hnífs og skeiðar.

Álitamál koma svo auðvitað upp ef einhver þeirra sem var með dýran bíl á dýrum dekkjum í stæðinu hjá sér, reynist hafa fengið þann eðalgrip með vafasömum hætti, kannske keyptan fyrir ágóða af eiturlyfjasölu.

Og önnur spurning sem sí og æ er að koma upp , hvort þeir sem voru svo frsjálir og fyrirhyggjusamir að byggja sér  bílskúr og hýsa sína vagna þar, eigi einhverjar bætur skilið fyrir skynsemina?

Kristján H Theódórsson, 11.10.2010 kl. 13:13

3 Smámynd: Kristján H Theódórsson

Þorsteinn, held ég verði að biðja þig forláts að ætla þér aðrar skoðanir en endilega koma fram í þínum vangaveltum. Auðvitað ert þú bara með svipaða pælingu og ég hér að ofan.  Kannske hljóp mér kapp í kinn og gerði þínar skoðanir aðrar en þær eru gamli jaxl!

Kristján H Theódórsson, 11.10.2010 kl. 13:43

4 identicon

Kristján H. leggur hér til að þegar Pétur stelur af Páli, þá sendi Páll Jóni Jónssyni reikninginn.

Dæmi hver fyrir sig.

Þorgeir Ragnarsson (IP-tala skráð) 11.10.2010 kl. 13:45

5 Smámynd: Kristján H Theódórsson

Því miður Þorgeir , þá legg ég þetta hvergi til!  Skýrðu hvernig þú færð þetta út ?

Kristján H Theódórsson, 11.10.2010 kl. 16:40

6 Smámynd: Þorsteinn H. Gunnarsson

Í fréttin sem færsla mín er byggð á er talað um niðurfærslu skulda.

Af þeim sökum er eðlilegt að velta því upp að skuldir almenning eru af margvíslegum toga eins og dæmi er tekið í færslunni. Og hvaða skuldir á að færa niður og hvað skuldir á að skilja eftir.

Á að greiða niður óráðssíuskuldir eða skuldir af einhverjum feiknastórum einbýlishúsum sem menn höfðu engin efni á að standa fjárhagslega  undir?

Flöt niðurgreiðsla ca 18-20 % af öllum skuldum almennings gerir ekkert gagn og auk þess er verið að niðurgreiða fasteignalán fyrir fólk sem getur staðið í skilum miðað við að atvinnustig haldist.

Það hefur komið fram á bloggi mínu að ég tel aðvið eigum að einhenda okkur í búa til félagslegtkerfi um eignir íbúðalánasjóðs ef það má vegna EES- samningsins.

Það kemur að því, því miður, að margir lenda í árangurslausu fjárnámi og gjaldþrotum.

Margt af þessu fjármálasvínaríi er mafíunni að kenna og yfirvöld munu taka á því. En það verður ekki gengið framhjá því að margir fóru fram úr sjálfum sér í skuldsetningu. Þetta þarf ekki að vera illa innréttað fólk en vægt kannski sagt ,, fjármálaglópar"

Það er enginn hagur fyrir þjóðfélagið að fólk verði fjármálaörkumlað í 10 ár eins og gjaldþrotalögin eru nú.

Það skiptir máli að gera þjóðina sem fyrst starfshæfa.

Í því augnamiði mætti hugsa sér að stytta þennan árafjölda sem fólk má ekki eiga neitt niður í 1-2 ár. Að þá geti það risið á fæturna með hreint borð.

Ég á enga peninga Kristján minn. Ég er bara bloggari hérna á Mogganum á eigin vegum og hef gaman af rökræðum.

Ég finn mjög til með fólki sem á í erfiðleik. En ég segi bara eins og minn gamli sýslumaður Húnvetninga sagði um skuldsett hús, ,, þau fara ekkert í burtu".

Og alltaf má fá sér annað skip og annað föruneyti eins og málshátturinn hljóðar.

Þorsteinn H. Gunnarsson, 11.10.2010 kl. 16:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband