Listamaður í Laugarnesi

Í fréttinni segir Hrafn Gunnlaugsson:

,,„Ég sé ekki í röðum ungra listamanna í augnablikinu neina sem að gætu tekið einhvern fána í þjóðfélagsbaráttu.“

Þetta þykja mér undarleg ummæli. Ég stend í þeirri trú að hallarbylting í borgarstjórnarkosningunum í Reykjavík þegar Bestiflokkurinn komst til valda hafi verið framkvæmd undir forustu að hluta af listamönnum. Allavega voru þeir allir á lista sem komust inn í borgarstjórn.

Mér sýnist að áhersla sé lögð á það að gera foringja úr Jóni Gnarr og þar styðst ég eingöngu við mitt pólitíska nef.  Allavega notar hann nýstárlegar aðferðir við að koma sér á framfæri sem getur gagnast honum í framtíðinni.

Hinir sjá svo um málaflokkana, atburðina og fundina. 

En hvort þetta tekst get ég ekkert sagt um.

Þannig að þetta er einhver misskilningur hjá Hrafni. Hvort vinur hans Davíð Oddson hafi hvíslað þessu að honum til að breiða yfir þá staðreynd að listamenn eru á fullu í pólitík í Reykjavík skal ósagt látið.


mbl.is Bankarnir áttu að fara í þrot
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband