Þúfnabaninn

Á Hvanneyri var eitt sinn til stór og mikill traktor með jarðtætara til að slétta tún sem var kallaður Þúfnabaninn.

Nú eru komnir fram á sjónarsviðið nýir Þúfnabanar sem tætast út um tún og engi og iðka samræmt göngulag fornt sem verður að iðka í þýfðu landslag, sem pólitíkin er svo sannarlega nú um stundir.

Eru þetta gjarnan prófessorar og fræðimenn frá háskólum og gefa bendingar út og suður um hvað forsetinn gerir í Icesavemálinu. Stangast hvað á annars horn í þessum málum. 

Skemmtilegust finnst mér kenningin um það að forsetinn sé nærri því að brjóta stjórnarskrána með því að hugsa sig um. Það muni bara hársbreidd.

Annaðhvort er stjórnarskráin brotin eða ekki.

Við þessar aðstæður hlýtur sú sanngjarna krafa að styrkjast, hvernig sem Icesave fer, að misvægi atkvæða til Alþingiskosninga eftir búsetu verði afnumið. Það er forsenda fyrir lýðræðisumbótum. Þá fær fólkið völdin. Það þýðir ekkert að kveikja eld annað slagið við Alþingishúsið eða á Bessastöðum.

Það þýðir ekkert að vera á móti Icesave fyrir norðan Holtavörðuheiði, en með Icesave fyrir sunnan. Það kemst alltaf upp þegar menn segja til nafns.

Þessi ólýðræðislegi kjördæmahalli vofir alltaf yfir nýkjörnum Alþingismönnum og gæti sú ógæfa orðið til að kjörbréf þeirra yrði gert ógilt fyrir dómstólum verði þetta atkvæðamisvægi fest í sessi.

Sá tími mun koma eins og kerlingin sagði, ef ekkert er að gert.


mbl.is Blaðamannafundur í fyrramálið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Þjóðstjórn ekki þetta flokksræði það virkar ekki!

Sigurður Haraldsson, 4.1.2010 kl. 22:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband