Innviktunargjaldið í mjólk

Bændur voru duglegir að koma Hótelinu upp. Höfuðborgina vantaði svona byggingu til að Reykjavík gæti orði borg á heimsmælikvarða.

Takið eftir þessu stóra torgi sem var offrað á húsið. Í raun hefði Þjóðleikhúsið átt að standa þarna og reyna að nýta torgið eins og gert er erlendis. En bændur eru vanir víðáttunni og vildu hafa rúmt um sig.

Búnaðarfélag Íslands var með sína starfsemi í húsinu og síðar Bændasamtök Íslands. Oft er með röngu verið að segja að bændur eigi þetta og hitt. Þeir áttu að eiga kaupfélögin og svo þegar til átti að taka var það ekki rétt.

Sammvinnuhreyfinguna áttu þeir ekki og hafa ekki enn fengið réttmæta eign sína í Samvinnutryggingum og er það mál að mestu óupplýst. Hvort þar er um að ræða sakamál veit ég ekki um, en heldur hafa stjórnvöld verið sporlöt að hrista upp í stokknum í því máli þar sem mér skilst að í samþykktum Sammvinnutrygginga sé sólarlagsákvæði um hvernig fara á með sjóði og eignir  tryggingafélagsins hætti það starfsemi.

SS auglýsir að bændur eigi það í auglýsingum á búvörum. En þar er sama sagan og með kaupfélögin. Hið rétta er að bændur hafa félagsaðild að þessum samvinnufélögum en eru hvergi með pappíra í höndum um eignaraðild og geta því ekki selt sinn hlut eða látið afkomendur sína erfa hann. En næsta kynslóð getur aftur á móti tengst félagsaðildinni með inngöngu í félögin heima fyrir og eru þar með komnir með aðgang að starfsemi og framleiðslutækjunum þeirrar  kynslóðirnar eru búnar að byggja starfsemina upp.

Ég held að Hótel Saga hafi gefið bændastéttinni sjálfsvirðingu og þeir hafi haldið henni nokkuð, en nú hallar frekar undan fæti á þeim vettvangi, þegar það hafur verið gert heyrum kunnugt að stjórnkerfi landbúnaðarins sé í skúffu í sjávarútvegsráðuneytinu.

Það hefur oft verið sagt í sveitinni að bændur eigi Hótel Sögu og margir hverjir hafa staðið í þeirri trú, Maður hefur heyrt í göngum, réttum og á þorrablótum: Við eigu hótel Sögu maður, skilur þú það ekki maður. Eitthvað hefur verið athugað að selja eignina en þá kom í ljós að hún var í botnlausum skuldu. Í einu alþingiskosningum var bylgja umræðu um það í sveitum að það ætti að leggja hana til Lífeyrisjóðs bænda, en sjóðurinn hafði hafði verið notaður í einhverju braski, sem enginn vildi kannast við og þar hurfu miklir fjármunir í gjaldþrota flugfélag. Það er skrýtið að einhver einn maður sem stjórnar fjáreiðum komist upp með að glopra út úr höndum sér miklum fjármunum.

 En það er með óhyggjandi hætti hægt að segja að bændur hafi lagt prívat fjármuni í Hótel Sögu og það vita þær kynslóðir sem nú eru að mestu búnir að framselja óðölinn til yngri kynslóða.

Það er kunnugt að lagt var gjald á bændur með lögum sem hét innvigtunargjald mjólkur og rann í byggingarsjóð Sögu. Þannig að sú hugmynd að byggingin verði notu að einhverju leiti sem vistheimili fyrir bændur  er rétt og sanngjörn. Þá gætu bændur staðið jafnfætis sjómönnum sem drifu Hrafnistuheimilinn upp með hugrekki og krafti.


mbl.is Hótel Saga í nýtt hlutverk?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 8. desember 2020

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband