Best sem vitlausast

Það var gamall maður á Kirkjusandi á verkstæði, sem hafði það viðkvæði þegar eitthvað var gert sem honum fannst ekki gáfulegt þá sagði hann   

,, Best sem vitlausast " og gæti það átt vel við um þetta mál. Auðvitað á að vinna svona ef þess er nokkur kostur á sumrin þegar umferð er minn og birtutím nægur fremur en að setja verkið niður í aðdraganda skammdegis og skóla byrjun. En andlegt atgerfi virðist ekki vera meira en það sem birtist í þessari tímasetningu. Svona var þetta í gamladaga, fyrst var grafinn skurður og heitavatnslögnin sett niður í hann og mokað yfir. Þá kom rafveitan og opnaði skurð og setti rafstrenginn niður, þá var það kaldavatnið og loks póstur og sími. Þá var búið að grafa marga skurði. Það gerður menn uppgötvun að hugsanleg þyrfti bar einn skurð og tala meira saman og skipuleggja hlutina það væri galdurinn. Síðan var þetta fellt í hagrænara form.

Er ekki hægt að fresta þessari framkvæmd þangað til á útmánuðum á næsta ári og vera þá snöggir að þessu. Auðvitað er hægt að minnka tafirnar með því að auka strætónotkun, en það er svo erfitt að breyta til og því verður þetta bara kaos og leiðindi og borgarstjórnarmeirihlutinn fellur ofan í skurðina.


mbl.is Mun gerbreyta umferðinni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 12. september 2017

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband