Niðurfærsla eða skuldaleiðrétting?

Ætli þetta verði ekki einhvern vegin svona: Það er ljóst að við verðum að horfa á hina stóru sviðsmynd. Það verður að fara fram greining á stöðuni svo hægt sé að varpa ljósi á vandann.

Ef við förum í niðurfærslu þá kostar það peninga. Bæði að borga fyrir ærnar og kvótann. Þetta verður auðvitað sárt og mun taka í. Við verður að skoða allar sviðsmyndir og setja upp öll leiktjöld. Annað er ekki í boði. Niðurfærsla eða skuldaleiðrétting?

Bara að það fari ekki eins og þegar bóndinn seldi kvótann og nokkru síðar komu sláturbílarnir að sækja fjárstofninn, þá sneri bóndinn upp á sig og sagðist vera frjáls maður og hefði aldrei selt nokkrum manni sitt fé og mundi aldrei setja fé sitt undir hnífinn. Svona geta bændur orðið þverir. Og aumingja leiguliðinn sem varð að senda þingmannin til að spyrjast fyrir um það hverjum bæri niðurfæslan, það vissi enginn í stjórnarráðinu. Svona getur eignarétturinn vafist fyrir mönnum. En landsdrottinn, sem var ríki og sveitarfélög heimtuðu hana. Svona getur lífið orði snúið í þessum landbúnaðar málum.

Aðalvandinn er auðvitað kjötfjallið sem stórbændurnir eru búnir að bæta við af því að þeir eru skuldlausir og erfðu jarðirnar og skuldirnar hurfu í óðaverbólgunni hér um árið og hafa getað keypt áburð og mikið af vélum. Og allt er tvílembt hjá. Hver á að borga það.Á þjóðin ekki rétt á einhverjum vöxtum á öllu því fé sem hefur verið eytt í jarðræktarstyrki, hlöðustyrki og hlandforir og girðingastyrki. Og af hverju er ekki boðið upp á ókeypis grillkjöt í réttum? Réttast væri að borga það með hátíðarhöldum í réttum.

Ætli besta afkoman sé ekki að vera með sem minnstan tilkostanð og beita og henda einhverju fóðurbæti annað slagið á garðan til að fullnægja próteinþörfinni.

Ein sviðsmyndin er auðvitað sú að ef landið fer í sinu þá getur það fuðrað upp í sinueldum. Sviðsmyndin á Snæfallaströnd er þannig að það er ekki hægt að fara um á hestum því grasið er svo mikið að menn sjá ekki skurðina.


mbl.is Komið verði til móts við bændur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 21. ágúst 2017

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband