Fuglasöngurinn hættir þar sem kettir fara um.

Það er undarlegt að það er látið átölulaust að kettir rústi fuglalífi í þéttbýli. Þeir eru á fullu að drepa skógarþröstinn, því hann virðist ekki eins var um sig og starrinn sem er kvikari.

Kettir eru skemmtilegir og gefa fólki mikið og gott fyrir börn að umgangast þá. En finna þarf lausn á þessum þætti og hefta lausagöngu þeirra um varptímann.

Það er yndislegt að heyra í þrestinu þegar hann er hvað kátastur, en víða er hann gersamlega horfinn vegna atgangs katta sem hafa nóg að borða heima hjá sér.

Ekki kæmi mér það á óvart þó fuglavinir drægju fram haglarann.

Það er skelfilegt að sjá kött með þrastarunga í kjaftinum.


mbl.is Fuglakragarnir koma til bjargar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 9. júní 2017

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband