Fjárkúgunarmál á hendur fv. forsætisráðherra vorum

Þetta mál er þá búið að fá þann endir sem eðlilegt er að það fái.

Áhugavert væri að fá það fram hverjar ávirðingar hafi verið á hendur forsætisráðherra sem áttu að leiða til þessa hægt væri að kreista út úr honum  7.5 milljónir. Það er auðvitað sérstakt mál sem þarf að upplýsa og er ekki hluti af þessum málarekstri.

En að mínu mati er ekki nóg að skjóta smáfugla og sólskríkjur.

Forsætisráðherra fv. Sigmundur Davíð hefur haft upp orðræðu um að honum hafi verið hótað og borið fé á hann af hendi aðstanda fjármagns og eigenda sem höfðu hagsmuni að fá einhverja æskilega niðurstöðu við losun hafta. Það er ekki nóg að beina atgeirinum að dömum sem liggja vel við lagi. Það þarf að beina hlaupinu að hákörlunum.

Til að öll þessi mál verði trúverðug verður ríkisvaldið að fá á hreint hvað er hér á seiði. Ekki er viðunandi að menn séu í svona leik án þess að það komi til kasta dómsstóla.


mbl.is Malín og Hlín dæmdar sekar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 7. apríl 2017

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband