Skringileg frétt af gróðurfari

Þessi heimsendis frétt Morgunblaðsins sem er reifuð hér er satt að segja mjög skringileg.

Birt er mynd af renglulegu birki sem virðist vera í mikilli kreppu og í gróðurumhverfi sem sómir sér á svæði sem á við uppblástur að stríða. Þetta var vinsælt hér fyrr á árum þegar gróðurverndarumræða var að hasla sér völl og bændur voru orðnir svolítið meðvitaðir um að það væri ekki alveg sama hvernig upprekstrarmálum væri háttað og var þá gjarnan birt mynd af á með tvö lömb upp á rofabarði. Upp úr þessari gróðurverndarumræðu breyttist viðhorf bænda og þeir hnikuðu til tímasetnigu á upprekstri og miðuðu hann meir við ástand gróðurs frekar en hefðbundnar aldagamlar dagsetningar, auk þess fóru þeir að taka fé frá afréttargirðingum fyrr til að létta álagi á afréttarlönd.

Þegar fréttin  er skoðuð er gróðurmáttur jarðar að aukast og það er lykilatriði sem skilar sér í því að náttúran snýr dæminu við.

Meira verður notað af Co2 og jurtir skila meira súrefni út í andrumsloftið. Er það slæm þróun? Ég held ekki. Náttúran lætur ekki snúa á sig og kemur með krók á móti bragði.

Þannig að mér finnst prófessorinn hafa óþarfa áhyggjur og snúa málum á hvolf. Vöxtur birkis 8 faldast og gróðurmassi eykst. Það er málið.

Aukinn vöxtur gróðurs bjargar ástandinu með aukinni tillífun.

Gróðurhúsabændur dæla Co2 inn í gróðurhús til að auka tillífum og þetta dæmi styður við þá þróun sem ég hef haldið fram að það er ekki heimsendir framundan. Allt leitar sér jafnvægis og verum glöð yfir þessari þróun en jafnframt á varðbergi og aðhöfumst það sem  hægt er til að hjálpa náttúrunn.

Sá bóndi sem lætur 2 plöntur vaxa þar sem áður öx ein.

Hann er góður bóndi.

Stórslys á íslenskri náttúru. Ja hérna, hef nú ekki heyrt meira öfugmæli síðan í Landnámu þegar sagt var að landið væri viði vaxið milli fjalls og fjöru. Vitaskuld var hér um prentvillu að ræða. Átti vitaskuld að vera víði vaxið.

Grundvöllur gagnrýnar hugsunar er að trúa ekki öllu sem sagt er eða skrifað.


mbl.is Stórslys að verða í íslenskri náttúru
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 3. apríl 2017

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband