Garnaveiki kemur upp í Húnavatnshreppi

Nú er illt í efni þegar garnaveikinn herjar á. Pétur Pétursson á Höllustöðum í Svínavatnshreppi hinum forna var frumkvöðull og hvatti mjög til þess að lífgimbrar væru bólusettar á svæðinu og var yfirleitt góð regla á því. Auðvita gátum komið upp tilfelli að lömb heimtust seint og misfarist í bólusetningu. Eins hefur slæm húsvist meiri áhættu í för með sér. Svo dróg úr áhuga á bólusetingu eins og oft gerist þegar allt gengur vel og menn gæta ekki að sér.

Þá er að huga að bótaþættinum en þetta á að vera bætt af Bjargráðasjóði, en þarna getur orðið um tilfinnanlegt tjón að ræða, en oft snúiða að framvísa dauðum kindum sem refurinn er búinn að éta.

Mér skilst að Bjargráðsjóður hafi bætt bústofn hér um árið þegar fé fórst að vori til úr máttleysinsveikinni og bændur reyndu lengi vel að telja sérfræðingum trú um að væri smitsjúkdómur, þegar um var að ræða vanfóðrun með ónýt rúllueyi.

Það þótti mér vond ráðsmennska.

 


mbl.is Garnaveiki í sauðfé í Húnavatnshreppi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 20. apríl 2017

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband