Stílfærsla Steingríms J. rannsökuð upp í Háskóla Íslands

Einu sinni gerðist það á þorrablóti í minni heimabyggð að stólpagrín var gert að einum góðum bónda í annáli blótsins. En eins og venja er samanstendur annáll þessi að því gera grín og segja frá því merkilegasta sem gerist í viðkomandi þinghá.

Bónda líkaði þetta miður og hafði allt á hornum sér. Góðgjarn bóndi úr Vatnsdal kippti bóndnaum út fyrir vegg og leiddi honum fyrir sjónir að þetta væri mikill heiður að vera getið í annálinum. Það væri ekki aðrið sem þangað kæmust nema þeir sem væru einhvers virði í samfélaginu. Bóndi tók gleði sína aftur eftir messu Vatnsdælingsins og gekk brosandi í salinn.

Þessi rannsókn á breytingar á stílfærslu  Steingríms J. er skemmtilegt viðfangsefni og nokkuð marktækt þar sem um er að ræða mikið gagnamagn (þingræður) og leiða í ljós eftirtektarverða þróun  þar sem Steingrímur færðist í aukana efti því sem ábyrgðin hjá honum eykst og hann verður eldri. En lekur svo niður þegar ábyrgðin þverr.

Ágæt mæting var á fyrirlestrinum hjá Lilju Björk Stefánsdóttur MA-nema í málfræði og voru nokkarar fyrirspurnir og vangaveltur að honum loknum. Svo sem hvort einhverjar marktækir skekkjurfaktorar, gætu verið í dæminu vegna áhrifa yfirlestur starfsmanna þingnsins, en það var talið ólíklegt. Þá velti fólk því fyrir sér með ræðuskrifara Steingríms á þessu lífskeiði þegar hann var fjármálaráðherra og í raun afleysingaráðherra, hvort það gæti haft áhrif því hann var býsna duglegur á þessum tíma eftir hrunið. Var það talið ólíklegt að það gæti haft áhrif. Hafði fyrirlesari átt samtal við Steingrím og grennslast fyrir hans siði við undirbúnig þess að fara í pontu og halda ræðu.

Það er náttúrlega áfangi og virðingar vottur fyrir áhrifamenn að verða teknir til rannsóknar með þessum hætti og má búast við að færri komist að en vilja.

Nú sjá menn undir iljarnar á Steingrími J. í þessum efnum. Auknu fjármagni verði veitt í þennana málaflokk en allir vilja hafa sæmd nokkra af sínu lífshlaupi og verða rannsakaðir.

Nágranni minn Björn á Löngumýri sagð stundu að það væri hægt að sjá það á göngulagi manna hvenær þeir vildu verða ráðherrar. Þeir færu að ganga á tánum þegar það gerðist.

Það er þá göngulagið sem hægt væri að rannsaka næst og hvort það tengist einhverjum málefnalegum breytingu.


mbl.is Flóknari setningar Steingríms í stjórn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 11. mars 2017

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband