Sjóslysin á Nýfundnalandsmiðum og Reykjanesröst 1959

Það verður að segjast eins og er að allt þetta mál af brotthvarfi Birnu úr þessum heimi, hefur vakið upp mikinn harm hjá almenningi og ósjálfrátt fer maður að bera eitthvað saman þó það sé ekki samanburðarhæft. En það er nú einu sinni þannig að þegar ungt fólk ferst skyndilega verða vinir og aðstaðendur ráðþrota og eiga erfitt með að höndla kristnidóminn sem lærður var við fermingarundirbúning, þar sem öllum var innprentað að guð væri góður og hann vakti yfir mannskapnum. Þegar svo engin svör fást er sagt til að friðþægja að ,,vegir guðs séu órannsakanlegir" og ,,þeir deyja ungir sem guðirnir elska." Vel má það vera og vissulega vitum við fátt og hugsanlega hafa svona atburðir einhvern tilgang eða leiðbeiningu sem við komum ekki auga á í núinu.

 Með skýrskotun til fyrirsagnar þessara bloggfærslu þ.e.a.s þegar togarinn Júlí fórst með 30 manna áhöfn og Þorkell máni komst blessunarlega til hafnar eftir gríðarlega hetjulega baráttu áhafnarinnar við ísingu sem olli yfirvigt á skipinu þannig að það varð mjög óstöðugt og þegar Vitaskipið Hermóður fórst í aftakaveðri í Reykjanesröst í febr. 1959, þá var haldinn  minningarathöfn í Dómkirkjunni og komust ekki allir aðstandendur í kirkjuna vegna plássleysis og sumir því aldrei viðstaddir minningarathöfn sinna nánustu, ólíkt því sem nú var í Hallgrímskirkju sem er mikið stærri og öflugri kirkja.

Þessi sjóslys höfðu vitaskuld mikil áhrif á allan almenning og voru mikið í umræðunni, hvernig allt þetta hefði gerst, en aðstandendum er mikið í mun að vita alla málavexti þegar einstklingur ferst við krappar aðstæður og vofveiflegar.

Nú, nú, í minn fjölskyldu fórst einn ungur maður og uppgötvaði fjölskyldan það mörgum áratugum síðar að enginn minningarathöfn hafði farið fram. Og af því að ungt fólk er syrgt dýpra og öðruvísi en gamlir afar og ömmur og sorgin var staðbundin  mjög lengi, var brugðið á það ráð 50 árum síðar, segi og skrifa hálfri öld síðar að halda minningar athöfn í fermingarkirkju viðkomandi. Sem og var gert. Presturinn  sem var í forsvari við altarið sagði að það væri fátítt og sérstök reynsla að vera við athöfn þar sem jarðneskar leyfar viðkomandi væri ekki við athöfnina og það 50 árum síðar.

Í tilfelli aðstanda Birnu heitinnar höðu aðstandendur þessara ungu konu jarðneskar leyfar hennar og gátu jarðsungið hana í vígðri mold, Sem ég held að sé nokkurt atriði að getað vitjað grafarinnar og hlúð að henni, þannig virkar þetta.

Svona atburðir sem ég nefni hér hafa báðir haft gríðarleg áhrif og vekja okkur svo sannarlega upp og við finnum að við erum þjóð og samstaðan verður mikil.

Það má og verður vonandi ekk fundið mér til lasts sem einhvers þjóðrembupostula. Og af hverju er ég að þessu að berja þetta í tölvunni minn, jú maður kemst við og rifjar upp aðstæður sem komið hafa upp í eigin lífi og er ef til vill gott að skila til næstu kynslóðar, þó það sé engi skilda

En lífið heldur áfram í alskonar myndum og við í minni fjölskyldu erum svo lánsöm að okkar maður hafði skilið eftir sig lifandi minningu, jú hann vann  nefnilega einstætt björgunarafrek 14 ára gamall, ný fermdur, hann bjargaði stúlku frá drukknun, sem nú er einn ástsælasta söngkona þjóðarinnar, Þuríður Sigurðardóttir í Laugarnesi. Það skildi hann efti sig. Þannig að það liggur fyrir að lífið heldur áfram í minningunum.

Ég vona að ég gerist ekki of frakkur að setja þessar huleiðingar mínar í færslu og biðst þá velvirðingar ef einhverjum finnst það.


mbl.is Fjölmenni við útför Birnu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 3. febrúar 2017

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband