Er hægt að sigla í kringum Reykjavík? Morgunblaðið skýrir frá.

Stundum trompast ég þegar ég sé algjöra vitleysu og verð að fara með æðruleysisbænina til að halda sönsum.

Á miðopnu Morgunblaðsins í dag 3. ág. 2016 er falleg mynd af skútum á siglingu í andvaranum og undir myndinni stendur:

Flott fley Þeim leiddist  eflaust ekki skipverjunum á þessari skútu sem sigldu í kringum Reykjavík í blíðunni í gær- í logni og sólskini- enda veðurskilyrði einstaklega góð til siglinga.

Bæði er það það er ekki hægt að sigla í kringum Reykjavíkur-borg en til að gæta sanngirni væri hægt að túlka það að mögulegt að hægt væri að sigla í kring um sjálfa víkina.

 Þá er til þess að horfa að logn er er ekki góð veðurskilyrði til skútusiglinga nema þá fyrir vélarafli.

Þessi athugasemd mín er náttúrlega algerr tittlingaskítur, en þegar við sem búum á hjáleigunum reynum að vanda okkur, er lámarks krafa að orðfarið á höfuðbólinu sé í samræmi við staðreyndir.


Bloggfærslur 3. ágúst 2016

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband