Stöðuskýrsla um ástandið. Áskorun á ASÍ

Ég átti þess kost og var beðinn um að vera fundarstjóri á stofnfundi samtaka sem kalla sig Heimkomu og eiga brattar hlíðar að klifra vegna afleiðingar eftirhrunsáranna og lítið virðist miða í því að stjórnvöld veit þessum hópi einhverja aðstoð hvað þá heldur sveitarfélögin sem er málið mjög skylt. Engin veit raunverulega hvernig ástandið er í raun og sannleika, nema auðvita viðkomandi einstaklingar og Sturla Jónsson forsetaframbjóðandi sem telur að víða sé brotið á þessu fólki. Jafnvel að öll nauðungaruppboð séu lögleysa,sem farið hafa fram til að knýja fram lyktir, en það yrði of langt mál að reifa það hér.

Ýmsir í þessum hópi telja að Umboðsmaður skuldara sé grútmáttlaus embætti og hugmyndafræðin í sambandi við þá stofnun af hendi ríkisvalds sé í raun að halda þessum málum í nokkurskonar herkví svo sem minnst gerist í málefnum fólks, end hefur Umboðsmaður engin úrræði fjármuni og fátt verkfæra, nema að vísa á lögfræðinga út í bæ.

Hér á árum áður þegar heimskreppan skall yfir fengu bændur sinn Kreppulánasjóð og sjóðurinn leysti jarðirnar til sín og fjölskyldurnar fóru ekki á vergang og allt í einu voru bændur orðnir óðalsbændur, en þeim var gert að kleift að eiganst jarðirnar með því skilyrði að þær væru gerðar að óðalsjörðum og sparimynd væri hengd upp í betri stofu af ábúendum. Nú fær fólk bara að hánga í skuldasnöru og öllum virðist vera alveg sama.

Vistarbandið var jafnvel illskárra,en ástandi nú, þó það hafi verið mikið gagnrýnt af rjómadrengjum hér fyrr á árum, því fólk fékk þó húsaskjól og að borða þá og átti einhverstaðar heima og var hlutu af samfélagi. En hvað blasir við fólki nú, svari hver fyrir sig? Örvinglan og fátækt. Skulda og afkomu-áhyggjur er þær verstu áhyggjur sem til eru.

En hverjum er um þessi mál skylt að gefa gaum. Auðvita sveitarfélögu og verkalýðshreyfingunni.

karitas_1290305.jpgÉg skora því hér með á Alþýðusamband Íslands, í nafni ömmu minnar Karítasar Skarphéðinsdóttur baráttukonu á Ísafirði sem fylgti lið geng útgerðarauðvaldinu þegar frambjóðendur þess komu á vinnustaðfundi til að snýkja atkvæði, með því að berja þá með vaskasvuntunum og reka þá af pleisinu og út í búskann og urðu þeir lafhræddir , að hlutast til um þessi mál. Taka þau til málefnalegrar athugunar og fá fram hver raunveruleg staða fólks er og koma á koppinn stöðuskýrslu þar um, með atbeina ríkisvalds og í samvinnu við Heimkomu svo fólk geta sagt að það eigi einhversstaðar heima. Mér er kunnugt að svona hugmyndir eru á sveimi innann raða fólks í Heimkomu, ( ekki að berja neinn með vaskasvuntu þó). Málið er ekki komið svo langt.


mbl.is Leysir ekki neinn bráðavanda
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 18. ágúst 2016

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband