Bændur eru harðir húsbændur

img_1913_1290225.jpgNú eru göngur og réttir framunda og það er mikill vettvangur fyrir þingmenn að mæta þar og sýna sig og sjá aðra og fá snafs hjá bændum og jafn vel komast inn í grúppuna undir réttarvegg og taka ,, Undir bláhimni."

En það verur nú aldeilis ekki í boði ef mál fara á versta veg, engin fleigur og engin söngur, aðeins augngotur og spurningamerki ,, Hvað er hann að gera hér þessi?" Það verður stemmingin.

img_1921.jpgBændur eru harðir húsbændur og þingmenn eru mjög meðvitaðir um hvað bændur eru sterkir félagslega og hvernig, Jón í Sóradal, ásamt fleirum létu ekki beygja sig hér um árið og klufu sig frá Framsóknarflokknum og stofnuðu Bændaflokkinn út af afurðarverðshækkunum sem átti að hlunnfara þá um.

Þeir hófu undirbúning að stofnun Stéttarsambandi bænda, en þá var farið á stað og átti að gera það að deild í Búnaðarfélagi Íslands svo það yrði máttlaust, en bændur vildu sjálfstætt Stéttarsamband. Svo það er mannlegt að það sé kvíði í sitjandi Alþingismönnum.,, Hva á ekki að gefa manni snafs." Gætu þeir sagt skjálfandi röddu. ,,Nei góurinn það þarf að vinna fyrir hlutunum í sveitinni," gætu bændur sagt. Og snúið sér að töfludrætti.

img_1914.jpg,,Hrafnabjörg, Hrafnabjörg, Hrafnabjörg, andskotinn er engin hér til að hirða frá Hrafnabjörgum."

 

 

 

 

45_ara_bufrae_ingar_003_1290229.jpg


mbl.is Segir Framsókn í tímaþröng
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 15. ágúst 2016

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband