Laugarnesmál í uppnámi hjá borginni eftir Álit umboðsmanns borgara þar um.

 2012_016.jpgMér var að berast Álit umboðsmans borgarbúa í máli nr.7/2013 dags: 31. maí 2016 vegna kvörtunar sem ég bar fram vegna þess að borginn hafði ekki svarað skriflegum erindum mínum vegna óleyfisframkvæmda á Laugarnestanga 65 Álit er ítarlegt 15 bls. og er rakinn þar allur ferill málsins og skiptist í 5 kafla.Ekki er á þessari stundu hægt að fara í það að útskýra þetta mikið hér í stuttu máli. En mér sýnist borgin liggi  svolítið á hliðinn í málinu varðandi það að allar framkvæmdir hafa ekki lagastoð og ólöglegar og sett er ofan í við borgina varðandi sinnuleysi að hafa ekki framfylgt ákvörðunum sem þó hafa verið teknar eins og til dæmis að rífa ólöglegar framkvæmdir og rask á svæðinu. Er því beint til borgarinnar að gera nú skurk í þessum málum.

(Ég er nú bara búinn að hlaupa yfir þetta álit á hundavaði eins og sagt er í sveitinni og verður álitið væntanlega birt á vef Umboðsmanns borgar innan tíðar).

Megin niðurstaða birtist í V. kafla og segir svo: Það er niðurstaða Umboðsmanns borgarbúa að Reykjavíkurborg hafi ekki farið að lögum í því máli sem til umfjölluna er í áliti þessu. Annars vegar hvað varðar ábendingu borgarbúans ( Þorsteins innsk. mitt) og hins vegar hvað varðar aðgerðir gangnvart lóðarhafa á Laugarnestanga 65. Þá verður einnig talið afar ámælisvert að umhverfis- og skipulagssvið Reykjavíkurborgar hafi ekki sinnt því að grípa til aðgerða í samræmi við þær ákvarðanir sem teknar hafa verið málum varðandi lóðina að Laugarnestanga 65 og svæðið í kring. Er vandséð hvernig markmiðum laga á sviði skipulags- og byggingamála verði náð með slíku aðgerðar- og sinnuleysi af hálfu Reykjavíkurborgar. Beinir umboðsmaður að þessu leyti þeim tilmælum til umhverfis- og skipulagssviðs að haga aðgerðum sínum á þessu málasviði í samræmi við þau lög, reglur og sjónarmið sem hér hafa verið rakin. Þá er þeim tilmælum beint til sviðsins að taka málið til nýrrar afgreiðslu og byggi þá afgreiðslu á þeim sjónarmiðum sem rakin hafa verið í bréfi þessu.Undir þetta skrifar.
Ingi B. Poulsen sign umboðsmaður borgarbúa.
Heimild: Umboðsmaður borgarbúa Álit dags:31. maí 2016
 
gamlar_myndir.pngFærsluritari er uppalinn í Laugarnesinu og fyrstu afskipti mín af því á opinberum vettvangi var að ég gerði ýmsar athugasemdir við deiliskipulagið um Laugarnesið þegar það var til meðferðar hjá borginni, 12. ágúst 2000 en þá bjó ég í Safamýri og vann á Kirkjusandi.
Lögspekingar hjá borginni drógu í efa að ég hefði lögvarða hagsmuni sem ég mótmælti. Allir sem vilja standa vörð um náttúru og umhverfi hafa lögvarða hagsmuni að mínu mati.
 Upphaf málsins má rekja til þess að ég varð var við það 5. febr. 2010 að það var verið að steypa upp hús í skjóli myrkurs í fjöruborðinu í Laugarnesi og ritaði ég byggingarfulltrúa bréf þar um ásamt ýmsum athugsemdum.
 

Bloggfærslur 4. júní 2016

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband