Ofurgróði kaupsýslufólksins.

Það er nú ekki skemmtilegt að velja sér það viðfangsefni að fjalla um dánarbú sem í fréttum betriblaða er kallaður fjölskylduharmleikur  til að breiða yfir græðgina þegar peningar týnast á undarlegan hátt. Hvernig er hægt að safna himinháum fjárhæðum af sölu bíla og varahluta öðru vís en manni grunar að hlutirnir hafi verið seldir of háu verði.

En áhugavert er að velta því fyrir sér hvaða allur þessi auður er kominn og er nausynlegt að hafa svona kerfi þar sem almenningur hleður undir fáa með kaupum á vörum og tækjum af illri nauðsyn.

Í gamla daga óku margir á Folksvagen og er bloggari einn þeirra. Hekla var með þessa verslun og alltaf fékk maður þá varahluti sem maður þurfti og fannst verðið þokkalegt, enda var Hekla alltaf farsælt fyrirtæki og fólk skildi í bróðerni við arfsskipti, það ég best veit.

Svo fóru bissnes strákar að versla með varahluti sem Hekla var að versla með og þótti það ekki par sniðugt, en viti menn þessir varahlutir voru ódýrari. En viðkomandi seldu bara það sem kúnnin þurfti mest á að halda, en var ekki að liggja með það sem minni velta var í.

Þannig var rjómanum fleytt ofan af en skildan skilinn eftir hjá Heklu að vera með allt sem þurfti.

En allur þessi hrikalegi auður þar sem 2 milljarðar finnast ekki og í fréttinni er getið um og er afrakstur af einhverskonar löglegum umsvifum það er magnað. En maður botnar ekkert í þessu.

Það brotnaði hjá mer neðri lukt í jeppling sem við ökum á hjónin. Hún kostar 70.000-kr, sagt og skrifað sjötíu þúsund krónur.´Eg vil ekkert vera að nefna fyrirtækið, því ég er ekki hrekkjusvín í mér, en svona verð finnst mér út úr öllum kortum og ekki hissa þó leynireikningar geti myndast í útlöndu til að fela ofsagróða allt á kostnað landans sem blæðir. Svo það er við engan að sakast þó þessi skjöl verði í sviðsljósinu í komandi kosningum. Það er bara gott. Kallast þau ekki Panamaskjöl? Ég segi nú eins og kallinn sem vissi ekki hvað Kári Stefánsson heitir eða þannig og verð því að enda á spurningu í þessum pistli.


mbl.is Deilur um dánarbú foreldra Júlíusar Vífils fyrir héraðsdómi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 6. október 2016

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband