Á trúnó. Maðurinn með hattinn

Sigmundur: Ætlar þú nokkuð fram gegn mér Sigurður?

Sigurður: Ja það hefur verið hringt í mig og það hefur verið skorað.

Fótboltaliðin eru alltaf að skora.

Sigmundur: En þú lofaðir Sigurður Ingi.

Sigurður: Lofa og lofa þau eru nú ekki hátt metin loforðin nú til   dags. Við verðum að fá atkvæði Sigmundur, það veistu.

Sigmundur: Já en ég útvegaði þér hana Lilju Alfreðs. Þú mátt nú

þakka fyrir að fá hana. Hún puntar nú upp á þig.

Þeir segja nú hjá útvarpinu að þú sért orðn svo feitur.

Sigurður : Þeir segja nú margt hjá útvarpinu, m.a. að þú sért bæði

feitur og með skjöl.

Sigmundur: Já konan  mín gaf mér þetta í afmælisgjöf, er það nú

bannað.

Sigurður: Þú gerðir okkur óleik Sigmundur minn með því að hlaupa út

þættinum. Það var grunsamlegt í meira lagi.

Sigmundur: Já en mér varð svo hverft við þegar farið var að tala um

þetta allt saman. Svo var konan ekki búin að setja mig inn í öll þessi peningamál.

Sigurður: Já þau eru erfið þessi peningamál, en einhversstaðar verða

vondir að vera. En Sigmundur minn áttu einhverja kanínu núna til að liðka fyrir okkur í flokknum svo við fáum atkvæði.

Hvar ertu með hattinn góði?

Sigmundur: ,,Maðurinn með hattinn, sá er ekki hýr, borgar ekki skatttinn en rekur bara kýr" syngja þeir smalarnir hér í Hróarstungum. Jú ég held að ég sé með eitt.

Sigurður: Já hvað nú vinur minn.

Sigmundur: Skattaívilnanir til dreifbýlisfólks og miða við ákveðna hæð yfir sjávarmáli.

Sigurður. Þú ert snjall Sigmundur það verður ekki skafið af þér vinur minn. Ég þyrfti að koma og heimsækja þig þarna austur. Við gætum dottið í það saman og heimsótt bændurnar. Þau er svo frjálsleg svoleiðis ferðalög. Við getum látið Höskuld keyra.


mbl.is Hafa átt trúnaðarsamtöl eftir fáleika
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 17. október 2016

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband