Börnin í fyrirrúmi

Þetta var mjög upplýsandi og menntandi ráðstefna.

Íslendingar virðast vera miklir eftirbátar annara þjóða í þessum málum, varaðndi að hlúa að börnum við andlát foreldris eftir því sem kom fram í máli fólks og virðist það alfarið fara efti samheldni í fjölskyldum hvernig unnið er úr svona málum.

Aðalatriðið er að veita börnum öryggi, hlýju og nánd og að þau hafi margt fyrir stafni, því lífið heldur áfram.

Það kom fram á ráðstefnunni að Jón Bjarnason fv. skólastjóri á Hólum er guðfaðir þessa verkefnis og hefur drifið það áfram ásamt fyrilesurum og rannsóknaraðilum. Ég sagði honum að þarna væri kominn póstur í ferilskrána hjá honum sem Jón Arason gæti verið drjúgur af. Hann gæti vissulega státað af því fram yfir JA. Dagskráinn var mjög fjölbreytt og þetta efni á erindi við nútíma manninn því dauðinn er honum fjarlægur, þó það sé eitt af því sem er víst að hendir hvert og eitt okkar. Þó er alltaf verið að spá heimsendir með allskonar fræðum, þó heimsendir sé oft á dag alla veg fyri þeim sem deyr.

Innanríkisráðuneytið hefur veitt þessu viðfangsefni brautargengi og ber svo sannarlega að þakka það.

Bað Jón Bjarnason hlutaðeigndur og fyrirsvarsfólk ráðstefnunnar að færa Ólöfu Nordal þakkir og kveðjur en hún komst ekki til ráðstefnunnar, því hún var lögð inn á spítala samkvæmt fréttum með lungnabólgu. Góðar batakveðjur til Ólafar.

Allt efnið verður væntanlega gert aðgengilegt á vefnum svo ég er ekki að þylja meir um þetta, en legg áherslu að börn eiga að fá að njóta bæði móður og föðurforeldra jafnt og þeirra fjölskyldna og skiptir máli að þau fái að njóta félagsskapar ungviðsins í fjölskyldunni, þó annað foreldrið sé falli frá.

Það er grundvallaratriði í mínum huga.


mbl.is „Börn missa hluta af sjálfum sér“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Engin landbúnaðrstefna bara hips um happs stefna.

Það er engin landbúnaðarstefna að því er virðist hvorki af hendi Bændasamtaka eða stjórnvalda, að eins mjálamað út í horni um fjölskyldubú á framboðsfundum. Bændur eru tryggðir í bak og fyrir ef þeir segja bless og ríkið kaupir kvótann, eftir því sem mér skilst og túnin standa á sinu.

Nú standa bændur frammi fyrir stærðar verkefni vegna velferðarmála kúa í greininn og vera allir, sem ætla sér að halda áfram búskap að vera búnir að reisa ný lausagöngufjós innan 10 ára. Engin er með tölur í höndum um þá hugsanlegu þróun því landbúnaðrráðuneytið hefur ekki spurt hverjir ætli að halda áfram, að því að ég best veit.

Bankar og vélainnflytjendur virðast ráða för, alla vega er fátt um svör hjá ráðunautum hvað þeir ráðleggja til. Búin stækka og stækka. Meiri skaði er að missa stór bú í veikindi eða pestir, sem hefði áhrif á greinina en minna bú.

Meira segja bóndi sem var framsýnn 1968 og byggði frammúrstefnu lausagöngufjór með legubásum og mjaltabás þá verður að byggja nýtt.

Ástæða: Legubásarnir falla ekki að reglugerð, eru 40 cm of stuttir.

Svona er þróunin og erfitt er að sporna við tímans þunga nið.


mbl.is 240 mjólkurkýr voru á einu búi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 12. október 2016

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband