Haust og hálka. Nýjar aðstæður

FjórhjóladrifsbíllNú er haustið að nálgast með meiri úrkomu, ísingu og snjókomu. Glöggir bifreiðastjórar hafa tekið eftir því að viðhald á vegum og götum hefur minnkað vegna fjárskorts sem er afleiðingar Hrunsins, væntanlega. Allt þetta gerir það að verkum að bifreiðastjórar verða að vera ögn meira vakandi í umferðinni.

Misjafnt er hvernig yfirborð gatna er. Það hafa myndast rásir í vegyfirborðið þar sem mikill vatnsagi safnast fyrir í. Það gerir það að verkum að sýna verður sérstaklega aðgæslu þegar ekið er í þessum rásum, því við þær aðstæður geta bílar flotið upp og ná ekki nægu veggripi þegar þarf að hemla. Við þessar aðstæður ber ökumönnum að minnka hraðan og gæta alls öryggis.

Fólk er misjafnlega tímalega í því að búa bíla sína undir veturinn. Fjárskortur veldur því stundum að fólk ekur á of slitnum dekkjum, sem hreinsa ekki út vatn sem er undir þeim og bílar fljóta upp eins og sjóskíði. Lámarks munstur er 1 mm sem í raun dugar ekkert í vatnsveðrum. Nagladekk má ekki nota fyrr en 1. nóv. nema sérstakar aðstæður séu fyrir hendi svo sem að viðkomandi sé að staðaldri að aka yfir fjallvegi.

Eins og áður segir er yfirborð vega misjafnt. Skrifari hefur tekið eftir því að í vatnsveðrum m.a. á höfuðborgarsvæðinu er yfirborð gatna svo hált að bíll getur runnið til vegna þess þó hann sé á sæmilegum dekkjum, sérstaklega á þetta við um nýlagt malbik og eins ljósa malbikið. Stundum getur verið flughált við þessar aðstæður og varasamt að vera á miklum hraða. Dekkjagerðin getur haft þarna mikið að segja. Gömul dekk harðna og minnkar þá næmi þeirra við að ná gripi þegar yfirborð vegarins er blautt og slétt.

Nýjar aðstæður hafa skapast vegna þessa að naglanotkun hefur minnkað en afleiðing þess er sú, að yfirborð vega er sléttara. Naglaumferðin hefur nefnilega gert það að verkum að gera yfirborðið grófara og það hefur leitt til þess að bremsuskilyrði eru betri að jafnaði, nema að sjálfsögðu í rásum eins og að framan er sagt.

Aðalatriðið er að ökumaður geri sér grein fyrir breyttum akstursskilyrðum  fari tímanlega yfir á betri dekki og gaumgæfi að í myrkri og úrfelli verður að draga úr hraða.

Skrifari hefur undanfarið haft reynslu að því að vera í umferð í Noregi Svíþjóð og Englandi. Þar er umferðin mikið agaðri, tekið tillit til náungans og ekki verið ð spenna sig að ná ljósum eða vera fyrstur að gatnamótum og hringtorgum. Hér er djöflast flestir áfram og hraðinn alltaf vaxandi, eins og allir séu ruglaðir. Þó ber að að geta þessa að innan um eru nóbelmenn og konur eru tillitsamari í umferðinni að mati skrifar.

Sennilega er þetta afleiðing að stjórnarfarinu, maður veit aldrei og þyrfti að rannsaka þessa hegðun Íslendinga, hvernig standi á henni.


Bloggfærslur 26. september 2014

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband