Einn á ferð og oftast ríðandi

Gangnahestar á Hveravöllum á KiliÞetta er heitið á bók eftir Sigurðar Jónssonar f. 1898 kennara og hestamanns oftast kenndur við Brún í Svartárdal í A-Hún sem kom út í endurprentun 1985.

Á bókarkápu segir svo um Sigurð:,, Sigurður Jónsson frá Brún er landskunnur ferðamaður. Hann hefur löngum átt marga hesta, unnað þeim og umgengist sem vini sína, hvort sem þeir voru hrekkjóttir eða hrekklausir, gæfir eða styggir, farið lítt troðnar slóðir,- og oftast ríðandi."

Skrifari man eftir Sigurði frá bernsku sinni þegar hann reið hjá garð fram Blöndudal þar sem hann átti ættir að rekja. Þá reið hann stórum brúnum hesti og ævinlega á valhoppi, sem þá þótti nú ekki merkilegur gangur, þegar allir hestar áttu að heita gæðingar. Valhoppið var samt sem áður afbragðs gangur og var oft mikil ferð á Sigga og t.d. upp frá Blöndubrú fór hann á valhoppi sem er þó býsna mikil brekka og var svo horfinn fram Blöndudal á valhoppi eins og bíll. Staðreyndin er að valhoppið er góður gangur til langferða, fer vel með bæði knapa og hest. Þessi gangur er nú því miður á undanhaldi. Í rauninni ætti að vera keppt á mótum í þolreið undir eftirliti dýralækna. Okkar sögulega notkun á hesti sem samgöngutæki hefur verið í langferðum og þess vegna ættum við að efla þessa íþróttagrein.

Í bókinni sem er mjög skemmtileg aflestrar er sagt frá ferð Sigurðar með söluhross á vegum. Hestamannafélagins Neista í A-Hún  norður til Húsavíkur og voru þeir 2 með reksturinn um 40 hross. Þetta var skrautleg ferð og ekki einfalt að hemja ósamstæðan hópinn fram Langadal og ótrúlegt að þeir skildu geta fylgt hópnum eftir þegar rokið var á stað. 

Ekki er hægt að endursegja efni bókarinnar hér rúmsins vegna en hún er lærdómsrík um hvernig hægt er að komast langt á hestum á stuttum tíma án þessa ð uppgefa þá.

Margir aðrir kaflar í bókinni eru skemmtilegir svo sem þegar karlinn hóf nám í Kennaraskóla Íslands og fór á tveim jafnfljótum suður. Lagði hann upp frá Fnjóskadal upp úr veturnóttum og er það frækileg ferð og lærdómsrík fyrir nútímafólk að kynnast.


mbl.is Aníta nálgast markið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 15. ágúst 2014

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband