Ríkisútvarpið heyrist ekki inn í Þórsmörk, er það boðlegt?

Ég var á ferðalagi inn í Þórsmörk um daginn. Þar las ég tilkynningu um leiðbeiningar við náttúruvá, eitthvað á þá leið að skálaverðir skytu upp hljóðbombum og blysum til að gera göngufólki viðvart ef náttúruvá væri yfirvofandi svo sem eldgos væntanlega eða aðrar hamfarir, t.d. flóð.

Ég var að lesa skattseðilinn minn nún og sé að ég er að greiða 19400- kr í útvarpsgjald sem fer væntanlega til Ríkisútvarpsins. því er haldið fram að Útvarpstöðin sé nauðsynleg til að tilkynna landsmönnum um aðsteðjandi hættur og er ein af röksemdunum fyrir þessu gjaldi.

Nú, nú, mér var ómögulegt að ná þessari stöð inn, hvorki þarna né víða annarstaðar á ferð minni um landið. Bylgjan kom oft sterkt inn og einhverjar aðrar stöðvar.

Það væri nú gott að fá einhverjar skýringar hvernig standi á því að Ríkisútvarpið heyrist ekki þar sem hætta getur verið á ferðum og væri ráð fyrir fjarlaganefnd Alþingis að kanna hvert skatturinn fer.


mbl.is „Hellingur af vatni“ í bílnum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 25. júlí 2014

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband