Ótímabær áramótabrenna hjá Strætó b.s.

Í fréttinni segir að mikill reykur hafi stigið upp af vagninum. Mér sýnist nú að þetta sé eldur sem stígur þarna upp.

En í öllum vélbúnaði getur ýmislegt gerst, neitsti hrokkið úr rafal eða olíurör gefið sig og runnið á útblástursgrein.

Málið er að það er mikill eldsmatur í plastinu og þá er það spurning hvort þetta sé ekki hönnunargalli, vélrarhúsið þyrfti að vera úr járni þannig að eldur næði sér ekki svona skart upp.

Aðalatriðið er að kaupa vandaða vagn í upphafi. Mig rekur minni til að þetta hafi áður gerst hjá verktökum Strætó að kviknað hafi í vagni.

Á verkstæði Strætó hafa alltaf unnið duglegir og samviskusamir fagmenn sem kunna sitt fag, en óhöppinn gera ekki boð á undan sér.Mikils um vert er að fylgjast með olíu smiti.

Strætó má ekki við miklum áföllum, því nóg hefur nú hvílt á starfsfólkinu undanfarið, en þar eru allir að vilja gerðir að standa sig.


mbl.is Eldur í strætó
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 6. desember 2014

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband