Þetta mál er til þess að læra af og íhuga aðbúnað útigangshrossa.

Það er skelfilegt að hugsa til þess að svona gerist. Við búum við það að bakkar vatna og áa hefur ekki þurft að girða. Það er reynslan. Þó ég hafi ekki farið í vettvangsferð þarna þá dettur mér í hug að farið hafi að þrengjast um haga og vatn. Þegar hross eru orðin svöng vilja þau oft fara á rand til að halda á sér hita. Ef eitt hross fer á stað út á ís elta hin í humáttu á eftir síðan verður þrýstingur á hópinn að halda áfram. Í því tíðarfari sem hefur gengið yfir landi undanfarið ber brýna nauðsyn að gaumgæfa aðstæður útigangs hrossa daglega. Gefa gaum að því að þau hafi nógan haga og aðgang að vatni. Ef svo er ekki verður að bæta úr því, ellegar að taka hrossin á gjöf óháð dagatalinu.

Það þýðir ekkert að naga sig í handarbökin í þessu máli, frekar að leggjast á árarnar og bæta umhirðu og aðbúnað útigangshrossa og reka stýfan áróður fyrir því að svona endurtaki sig ekki. Aldrei.


mbl.is 12 hross frusu í Bessastaðatjörn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 21. desember 2014

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband