Fergusonfélagið í Túninu heima

Um síðustu helgi voru hátíaðrhöld í Mosfellsbæ og kallast hátíðin í Túninu heima.

Meðal þess sem boðið var upp á var mótið Vings and Wheels, þar sem áhugamenn og eigendur  gamlla flugvéla, bifreiða og dráttarvéla mæltu sér mót á Tungubökkum í Mosfellsbæ, með gripi sína. Þetta var alveg frábær samkoma og öllum til sóma.

100_4982_1268521.jpgÞað voru smá vomur á bloggara að mæta og úrræðaleysi að koma sér á staðinn, en á elleftu stundu var drifið í því að starta í gang og og aka upp eftir frá Kópavogi. Vonum framar var að aka leiðina því allstaðr voru vegaxlir góðar sem gerðu það hægt án þessa að trufla umferð sem er mikilvægt, þegar ekið er á hægfara ökutækjum.

Og viti menn bloggari kom alveg mátulega til að taka þátt í hópakstir forndráttarvéla, enda ekki annað í boði en að sýna sig og sjá aðra.

100_4983.jpgEftir hópakstur var vélunum stillt upp í röð og mátti þar sjá margt góðra og fágætra véla og handbraðið á sumum einstaklega glæsilegt. Þetta eru nefnilega sérstæð 100_4984.jpgmenningarverðmæti þessar gömlu vélar. Margur sumardrengurinn horfði löngunaraugum á sumar vélarnar og hefur minnst atvika úr sveitinni við leik og störf.

Sífellt voru flugvélar að taka á loft og lenda og mátti viða sjá kjörgripi á lofti.

100_5008.jpgFólk beið spennt eftir að öldungur háloftanna sandgræðsluvélin Páll Sveinsson léti sjá sig og kom hún í tignarlegu yfirflugi, mjög flott og vel við haldið.

100_5012.jpgSvo fór umgdómurinn að hvísla, ,,Það á að henda karmellum yfir okkur " og það reyndist rétt, ein karmelluflugvél flaug þrisvar yfir og sturtaðið karmellum yfir lýðinn.

 

 

 

 

 100_5014_-_copy.jpgog allir hlupu.

 

 

 

 

 

100_4992.jpgÞarna voru líka afar fallegar. drossíur

 

Þetta mót er kærkomið fyir Fergusonfélagið að festa sig í sessi til framtíðar, því markmiðið er að sýna sig og sjá aðra. Skrifari hefur verið á sambærilegu móti og enn stærra og þar var verslunargata þar sem verslað var með gamla og nýja varahluti og skraut ásamt því að þar voru settir upp veitingastaðir og fólk skrautklætt, slík uppákoma gæti styrkt menningartengda ferðaþjónustu.

2015-08-30_13_42_13.jpgSíðan ók bloggari upp í Mosfellsdal og geymdi vélina þar, kom daginn eftir við á Gljúfrasteini og ók svo Mosfellsheiði og í gengn um Nesjavelli og Hengilssvæði og sem leið liggur til Kópavogs. Frábærar stundir og topp helgi.


Svolítið Jónasarlegt frá Hriflu

Það er gaman að lesa um Jónas frá Hriflu í bókinni Ljónið Öskrar. Ekki er maður búina að lesa lengi þegar maður sér hvaða bardagaaðferðir hann notaði. Efna til úlfúðar og hafa hasar í kring um sig og mikinn reyjarmökk. Sérstaklega þegar hann stóð höllum fæti. Þetta var aðferð til að safn liði.

Einhvern veginn virkar þessi frétt sem Moggin vísar í af síðu forsætisráðherra svipað á mig og að lesa þessa bók. Er það eitthvað sérstakt viðfangsefni forsætisráðherra sem leigir húsnæði austur á landi til að fá húsnæðisstyrkinn og ferðastyrki í kjördæmið  þar sem hann hefur lögheimili og persónulega muni, að skipta sér af innanhéraðsmálu í Reykjavík. Er flokkurinn ekki með sveitarstjórnarfulltrúa  í borginni sem geta séð um þessi mál, eða er þeim vantreyst til sinna verk? Vitaskuld hefur ráðherran fullt leyfi til að tjá sig um þessi málefni, þó það nú væri, en ég hélt að hann hefði öðrum hnöppum að hneppa, en að liggja yfir ritgerðasmíði um tittlingaskít í öðrum sóknum og efna til úlfúðar meðal almennings og spila á fjárhagslegar væntingar húsa og lóðareigenda í Reykjavík. Hann hefði getað hvíslað eins og Jónas gerði á mannamótum, eða hringt í borgarfulltrúa Framsókanr.

Það getur verið eitthvað til í þessu, hef bar ekki þekkingu til að meta það, en aðferðirnar eru keimlíkar. Enda hafa allir sínar fyrirmyndir þar sem þeir hafa lært pólitík.


mbl.is Gagnrýnir skipulagsmál í Reykjavík
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Flöskuskeyti eru heillandi

tenerife_jan_2009_007.jpgÞað hlýtur að vera spennandi að finna flöskuskeyti, ef til vill frá fjarlægu landi og margra alda gamalt.

Margan dreymir um að finna flöskuskeyti með kort  sem vísar á fjársjóð, ef til vill á Tortóla, með reiknisnúmeri.

Það væri nú margt hægt að gera úr þessum atburði. Skólaheimsóknir og ritgerðarsamkeppni.

Um að gera að setja sem flest flöskuskeyti í sjóinn og láta Golfstrauminn bera þau til annara landa, en þá þarf textinn helst að vera líka á ensku því fáir skilja þetta mál okkar.

tenerife_jan_2009_029.jpg


mbl.is Flöskuskeyti fundið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hver á að borga Vatnsdalsbrúna?

Þó Vegagerð ríkisins hafi þær skildur að hafa brýr þar sem þeirra er þörf, getur verið álitamál hver á að bæta þessa brú sem eyðilögð var.

Þar kemur helst til skoðunar hvort bíllinn hafi verið innan settra marka með þyngd sem leyfð er á brúna. Hafi það ekki verið ætti trygging bílsins væntanlega að borga tjónið. Ef engar viðvaranir voru við brúna um öxulþunga hefur ökumaður verið í góðri trú að komast yfir.

Þetta mál getur allt þvælst fyrir mönnum að taka ákvörðun um hvað er best að gera.

Eðlilegra hefði verið að setja vað á ána og nota það til efnisflutninganna fremur en að böðlast á brúnni sem virðist rétt geta dugað fyrir almenna fólks og jeppa umferð.

Samkvæmt Hjálmri Kárdal á facebooksíðunni vörubílar og flutningabílar, var þessi brú sett upp 1953 og 1954 og er því kominn til ára sinna orðin 62 ára, er þar gerð grein fyrir hvernig brúin var sett saman. Áhugaverð er lýsing Hjálmars, hvernig brúrbitarnir voru hnoðaðir saman við uppsetningu brúarinnar.

Vað á ánni getur dugað til bráðabyrgðar sé það haganlega gert, Vatnsdalsá er varla mjög vatnsmikil en gæti orði viðsjárverð að vetri til.

Nokkurt óhagræði er fyrir íbúa að missa þessa samgöngubót og vonandi að málið leysist innan eðlilegra tímamarka.

Innanríkisráðherra Ólöf Nordal hefur væntanlega einhverjar tilfinningar til þessarar sveitar þar sem afi hennar Sigurður Nordal er fæddur að Eyjólfstöðum ú Vatnsdal og gæti hún orði þokkalegur bandamaður Vatnsdælinga í þessu máli.

 


mbl.is Vilja aðra brú sem allra fyrst
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Það harðnar á dalnum í Vatnsdal

2013-07-30_15_51_54.jpgÞegar Blönduvirkjun var í undirbúningi þurfti að taka ákvörðun um flutningaleiðir fyrir þungavöru og þar með hversu fremri Blöndubrú við Syðri-Löngumýri væri öflug og traust. Man ég að Jón Bjarnason frá Haga í Þingi var um tíma með trukk við að meta styrkleika brúarinnar ásamt sérfræðingum sennilega frá Vegagerðinni. Sýndist mér að trukkurinn færi með mis þungt hlass út á miðja brúna og svo var tekið mið og athugað hversu brúin sigi og eitthvað fleira sem ég kann ekki skil á. Út frá þessum þungaþolsmælingu hefur svo verið tekinn ákvörðun um hversu brúin væri sterk og þolin ásamt skoðun á steypu og vírum sem halda brúnni uppi, en brúin er hengibrú.

img_1761.jpgVegna þessarar fréttar um hrun brúar við Grímstungu sem er gömul brú sem hefur verið búin að þjóna kynslóðunum lengi og í raun kominn á afskriftarpunkt þegar hún er sett þarna upp, hvernig viðhaldi og eftirliti sé háttað með þessum gömlu brúm.

Þessi brú er sjálfberandi járnbrú með tímburgólfi ef ég man rétt. Mekkanóið er boltað saman með járnboltum. Það er þekkt í skipum að yfirfara þarf slíkar festingar. Sætin sem boltarnir sitja í fara að ryðga og þá minnkar styrkleikinn. Þá leikur ryð og tæring allt járn illa og minnkar burðinn. Þegar maður var að rústberja og menja járn til sjós hér fyrr á síðustu öld barði maður oft stórar ryðhellur af stálinu og gat hort á heilu stórborgirnar í geng um gat á lensportunum. Þess vagn er fróðlegt að vita hvernig skoðun og mat er háttað á svona mannvirkjum hjá veghaldara sem er í þessu tilfelli væntanlega Vegagerð ríkisins.

Í þessu tilfelli verður væntanlega útbúið gott vað á Vatnsdalsá og svo gleymist þetta mál og verður vegurinn brúarlaus nema til sé á lagar gömul brú sem má nota.

Myndin af brúnni í færslunni er af brú yfir Mjóafjörð í Ísafjaraðrdjúpi. Djúpmenn eru verðmætir og fá því þessa prýðilegu brú. Spurningin er hvort það sama gildi um Vatnsdælinga?


mbl.is Efri brúin yfir Vatnsdalsá hrundi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Öfugur píramídi, hjá Bjartri framtíð?

Margt af því sem Guðmundur segir er skynsamlegt, nema þetta með öfugan píramída. Held að það sé ekki traustur búnaður.

Fólk er misjafnt til forustu fallið og ekki öllum fært að gegna forustustörfum.

Eitt sinn voru erfiðleikar hjá vélsmiðju  út á landi með verkstjórn og dálítll kurr á gólfinu og margir vildu ráð og hafa vit á hlutunum. Þá var brugðið á það ráð sem Guðmundur bendir á að láta verkstjórastarfið rótera og fengu allir að spreyta sig á því viku í senn. Sumir réðu við það aðrir ekki. Það er nefnileg allt annað að vera á bak við og getað endalaust kjaftað, eins og ég t.d. núna, heldur en að vera sífellt í framlínunni og þurfa að vera í forsvari. Þá dugar ekki alltaf að vera prúðbúinn.

Er sammála Róberti Marshall að fylgi byggist tæplega á einhverjum einum manni. Það eru miklu dýpri rætur sem þarf til að halda varanlegu fylgi. Það þarf að vera inngróið í atvinnulíf, félagsheildir o.s.frv. Hitta fólk fara á þorrablót og jarðarfarir og vera í strætisvögnum, og vera með rétt málefni sem tíðarandinn kallar eftir og sýna sæmilega ábyrgð, þá kemur fylgið.

Aðalatriðið er að ungt fólk nenni að tala saman um stjórnmál og hvernig það vill hafa hlutina og hrynda hugsjónum sínum og málefnum í framkvæmd þegar færi gefst til að bæta lífskilyrði fólks.

Fyrir mér snýr þetta mál þannig að Guðmundur Steingrímsson vildi verða föðurbetrungur og afabetrungur, en sá að tækifærinn lágu ekki í Framsóknarflokknum. Þegar það varð ljóst urðu Framsóknarmenn hræddir og sáu eftir honum að ég held.

Þá var að stofna nýja hreyfingu. Síðan var stokkið í rennibrautina sem var í gangi eftir hrunið, en hún er sífellt á mikilli hreyfingu og menn verða að halda sér mjög fast til að halda fylginu sem nú virðis leka til Pírata.

Ég held að Guðmundur hafi ýmsa burði til að vera álitlegur stjórnmálamaður, þó stundum hafi ég ef til vill verið að gera grín að ýmsu honum lútandi.

En aðalatriðið er náttúrlega að hafa fylgi og það er vont þegar nýjar hreyfingar geta aldrei komið sér saman um hlutina, því þá kemur vonleysi yfir fólk.

Því miður hefur þetta verið hlutskipti minni framboða að lenda út af veginum, í stjórnmálabaráttunni.


mbl.is Vill ekki formannsslag
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

50 ár búfræðingar frá Hvanneyri 1965

img_1920.jpgÍ ár eru 50 ár síðan búfræðiárgangur minn útskrifaðist og að því tilefni komum við saman á Hvanneyri og fórum í smá ferðalag í rútu. Rifjuðum það reyndar upp að við höfðum aldrei farið í útskriftaferðalag, þar sem flestir drifu sig heim í sauðburð eða að leysa kýr af básum og koma einhverjum áburði á tún.

Það verður að segjast að þessi hópur var afar samstæður og samhentur, enda flestir aldir upp í sama umhverfi þ.e. í sveit, þó nokkrir kaupstaðrpiltar hafi verið í hópnum þá aðlöguðust allir hver öðrum.

Við borðuðum saman hátíðarkvöldverð á img_1913.jpglaugardagskvöldið og þá rifjuðuð menn upp ýmsar sögur og atvik sem áttu að hafa átt sér stað.

Ein sagan var þannig að það var venja að bjóða kvennaskólanum á Varmalandi á árshátíð Hvanneyraskóla og syngja fyrir þær Fósturlandsins Freyja. En nú háttaði svo málum að eitthvað hafði sést vín á mönnum á síðustu árshátíð og harðneytaði  Steinunn skólastjóri að senda meyjar sínar í þennan soll. Var þá brugðið á það ráð að senda sveit skólapilta ásamt kennara til að ná sáttum og lokka meyjarnar niður eftir. Fóru menn upp eftir prúðbúnir og drukku kaffi úr posulínsbollum sem þeir höfðu sennilega img_1907.jpgaldrei gert áður og reyndu að bera sig vel og voru kurteisin upp máluð.

Nú, nú, stúlkunum var veitt fararleyfi, með ströngum skilyrðum sem við samþykktum enda var samningstaða okkar ekki beysin. Ef vart yrði við að vín væri haft um hönd yrði stúlkunum smalað samstundis út í rútu og ekið af stað. Það vildum við fyrir alla muni að ekki yrða af og lofuðum að setja stranga gæslu á samkomustaðinn. Fórum við við svo búiða heima að Hvanneyri glaðir í bragði og gekk þetta allt eftir.

Margar fleiri sögur voru sagðar sumar af hestum og víni og ýmsum spaugilegum atvikum og var þetta allt hina ánægjulegasta samkoma.

img_1927.jpg


Verkaskipting eða samkeppni?

picture_075_1267172.jpgÞetta er alltaf spurningin hvaða framleiðslukerfi á að ríkja,verkaskipting og samvinna mjólkurbúa um hagkvæma vinnslu, eða taumlas samkeppni án nokkurra skyldu við neytendur.

Bændur sjá neytendum fyrir öllum vörum hvar sem er á landinu með því kerfi sem ríkir og það er óumdeilt til góðs og minni sógun að geta skipulagt framleiðsluferlana.Samkeppnin við þær aðstæður sem við búum við í strjálbýlu landi telur sig ekki hafa neinar skyldur heldur framleiða það sem er auðveldast og gefur mest í aðra hönd á auðveldum markaði.

Aftur á móti er eðlilegt að þeir sem vilja vinna vöru úr hrámjólk fá hana á kostnaðarverði hvar sem er á landinu verið hún sótt.

Stjórnarskráin á að verja eigendur bújarða þannig að þeir geti framleitt það sem þeir vilja á jörðinn en þar er pottur brotinn vegna þessa að bændur bundust samkomulagi að loka stéttinni með aðstoð ríkisvalds með svo kölluðu kvótakerfi, sem að öllum líkindu stendst ekki eignarréttarákvæði stjórnarskrár.

Það er auðveldara að koma frystu kjöti á markað eins og Kári í Garði gerði þegar hann hóf sölu á lambaketi úr frystikistu í Kolaportinu hér um árið.

picture_078.jpgÞað er erfiðra fyrir einstaka bændur að vinna sína mjólk heima og setja hana á markað. Þess vegna hefur þetta orði svona hjá okkur.

Einhverskonar samkeppni getur haft fælingarmátt, en hún er ekki sérstakt bjargráð fyrir okkur í dreifbýlu landi.

Svo gæti ríkisvaldið boðið út framleiðslu á tilteknu magni á mjólk til vinnslu. Það gæti orði fjör á slíku uppboði.


mbl.is Fagnar nýrri samkeppni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband